Costa Adeje

Adrian Colon Guanahani er gott 4 stjörnu hótel staðsett hjá Fanabé ströndinni. Heillandi hótel með góðum sundlaugargarð og velútbúnum herbergjum en er aðeins fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Fallega innréttuð loftkæld herbergi og vel útbúin til að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. Á herbergjum er verönd eða svalir, sjónvarp, frítt WiFi, öryggishólf, loftræsting, minibar, herbergisþjónusta, baðsloppur, inniskór, baðherbergi og kaffi og te aðstaða. Baðherbergin eru stílhrein og flott með rúmgóðri sturtu.

AÐSTAÐA 

Fallegur og notalegur sundlaugargarður með sólbekkjum og sólhlífum þar sem hægt er að njóta sólarinnar. Þrjár sundlaugar eru á hótelinu, tvær í garðinum og ein á þaki hótelsins ásamt heitum potti og sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er sundlaugarbar, bar, góð líkamsrækt, svæði til að slaka á, garður, þvottavélar, þráðlaust internet og 24 tíma móttaka.

AFÞREYING

Líkamsrækt, stutt á golfvelli, spa, gufubað og borðtennis

VEITINGASTAÐUR 

Tveir veitingastaðir og einn bar er á hótelni

 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 650m frá Fanabé ströndinni á Costa Adeje svæðinu. 17 km eru á flugvöllin "Reina Sofia" 

 

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Nuddpottur 

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Playa de Fañabé, Av. de Bruselas, S/N, 38660 Costa Adeje,

Kort