Playa de las Americas

Hotel Vulcano er flott 4ra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á Playa de las Americas. Einungis um 5 mínútna gangur niður á hinn svokallaða „Laugaveg Tenerife“ þar sem finna má frábærar verslanir og veitingastaði. Flottar strendur í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og stutt er yfir í hinn fallega bæ Los Cristianos. Góður sundlaugagarður. Vulcano er góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja miðsvæðis á Playa de las Americas. 

GISTING 

Skemmtilega hönnuð og rúmgóð herbergi. Á herbergjum er baðherbergi, sjónvarp, sími, öryggishólf(gegn gjaldi). Í öllum herbergjum er loftræsting og rúmgóðar svalir eða verönd. Gestir hafa tök á að greiða aukalega fyrir sundlaugasýn.

AÐBÚNAÐUR 

Góður sundlaugagarður með gróðri þar sem gestir geta sólað sig og slakað á. Á hótelinu er veitingastaður og bar. Frítt internet er í gestamóttöku. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða á hótelinu og ein sundlaugin er með sérstaka „setu-lyftu“. Önnur sundlaugin er hituð yfir vetrarmánuðina. Á hótelinu er heilsulind. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna: íþróttir, leikir og allskonar afþreying yfir daginn. Reglulega eru kvöldskemmtanir. 

VEITINGASTAÐIR 

Á þessu hóteli er veitingastaður með hlaðborði. Bar er við sundlaugina með fallegu útsýni. Á Botanical Lounge, geta gestir notið kvöldsins undir lifandi tónlist. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett miðsvæðis á Playa de las Americas. Flottustu strendur Playa de Las Americas eru einungis í um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og stutt er yfir í hinn fallega bæ Los Cristianos. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL VULCANO

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Bar

Veitingastaður

Sjónvarp

Loftkæling

Lifandi tónlist

Íþróttir 

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða(háð framboði)

Upphituð sundlaug yfir vetrarmánuðina 

Sjónvarp 

Svalir 

Sími 

Míní-Bar 

Baðherbergi m baði/sturtu

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Antonio Domínguez Alfonso 8 Playa de las Américas Tenerife

Kort