Roquetas de Mar

Best Sabinal, sem áður hét Hesperia Sabinal, er gott 4ra stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar og við hliðiná á mini - tívolíinu sem er í hjarta bæjarins. Á hótelinu er sundlaug og heilsulind. Stutt er einnig í alla helstu þjónustu.  

GISTING 

Smekklega og nýlega endurnýjuð herbergi. Herbergin eru með síma, sjónvarpi, öryggishólfi, góðu baðherbergi og svölum eða verönd. Lítill ísskápur fylgir með öllum herbergjum. Herbergin eru loftkæld. Einnig er í boði að greiða aukagjald fyrir herbergi með sjávarsýn. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir leigu á barnarúmi. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi í gestamóttöku. Á öllum herbergjum eru baðherbergi. 

AÐSTAÐA 

Góður garður með sundlaug, barnalaug og snakkbar. Stutt í alla þjónustu, veitingastaði og verslanir. Á hótelinu er einnig innisundlaug, líkamsræktaraðstaða og heilsurækt með gufubaði og nuddpottum sem þarf að greiða fyrir aukalega hjá afgreiðslu hótelsins. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir hótelgesti. Við hliðina á hótelinu er Monkey Parque, skemmtilegur garður með fullt af afþreyingu fyrir börnin og er aðgangseyrir aðeins 2 evrur fyrir gesti hótelsins. Á hótelinu má einnig finna billjardborð, borðtennisborð, fundar og veislusal ofl. 

Hægt er að leigja handklæði sem hægt er að nota í sundlaugargarðinum og á ströndinni og er það leigt í afgreiðslu heilsuræktarinnar. 

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður með hlaðborð er á hótelinu sem framreiðir bæði innlenda og alþjóðlega rétti. Gestir hótelsins geta valið milli þess að vera í hálfu fæði eða allt innifalið.

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er sérstakt leiksvæði fyrir börn og barnaklúbbur starfræktur yfir háannatíma sumars. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett á  ströndinni í Roquetas de Mar, við hliðin á mini-tívolínu og nálægt eru veitingastaðir og verslanir. Hótelið einnig stutt frá Vera vatnsgarðinum. 

AÐBÚNAÐUR Á BEST SABINAL

Lyfta

Bar og snarl bar 

Leikjaherbergi

Skemmtikraftar

Veitingastaður með hlaðborði

Frítt internet á öllu hótelinu

Sundlaugarbar(einungis á háannartíma)

Útisundlaug 

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Líkamsrækt

Míní-klúbbur fyrir börnin(einungis á háannartíma) 

Heilsulind 

Fundarherbergi

Bílastæði

Loftkæling

Sími

Gervihnattar sjónvarp

Mini-bar

Öryggisbox

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Avda. Las Gaviotas, S/N. Urb. Roquetas. 04740 Almeria Spain

Kort