Roquetas de Mar

Mediterraneo Bay er líflegt 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett á ströndinni í Roquetas de Mar og í hjarta bæjarins. Á hótelinu er frábær sundlaugargarður með rennibrautum, herbergin eru rúmgóð og hægt er að kaupa pakka með allt innifalið.  Hótelið er vinsæll kostur fyrir fjölskyldur. 

GISTING

Herbergin eru rúmgóð og smekklega innréttuð. Inni í hverju herbergi er sími, sjónvarp, öryggishólf, gott bað og loftkæling. Öryggishólf þarf þó að leigja gegn gjaldi í gestamóttökunni. ATHUGIÐ að á mörgum herbergjum er baðið í opnu rými. Hægt er að leigja barnarúm gegn gjaldi. Einnig er hægt að tengjast netinu í gestamóttöku frítt. Öllum herbergjum fylga svalir eða lítil verönd. 

AÐSTAÐA

Þetta hótel er sérlega fallegt og hönnun þess litrík og skemmtileg. Stórskemmtilegur barnvænn garður með góðri sólbaðsaðstöðu. Nýlega var bætt við stórum rennibrautum í garðinn sem gerir hann enn betri og einstaklega skemmtilegan fyrir börn.  
Á hótelinu er hárgreiðslustofa. Handklæði til þess að nota á ströndinni og í sundlaugargarðinum er hægt að fá hjá sundlaugarverði í garðinum og greiða þarf tryggingargjald fyrir handklæðið sem fæst endurgreitt þegar handklæðinu er skilað.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Skemmtidagskrá er þó í lágmarki á vorin og haustin en á sumrin frá ca 25. júní fram í byrjun september er dagskráin mjög góð og fjölbreytt. 

VEITINGASTAÐIR

Hotel Mediterraneo Bay er hótel þar sem allt er innifalið. Það þýðir að gestir okkar á hótelinu greiða fyrir mat og drykki fyrirfram og geta því slakað á og notið þess sem hótelið hefur upp á að bjóða. Á hótelinu eru bæði veitingastaðir, kaffihús og barir. Veitingastaðurinn El Conde sér gestum fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð með glæsilegu, fjölbreyttu hlaðborði sínu. Barinn Bar Paris sér svo um drykki og annað snarl milli mála. Athugið þó að hann er einungis opinn frá 10 á morgnana til 12 á kvöldin og snarl er í boði frá 12-18. Veitingastaðurinn La Taberna del Mar sér gestum fyrir léttum veitingum á milli 12 og 15. Fleiri veitingastaðir eru á hótelinu þar sem t.d. er hægt að fá tapas rétti og ítalskan mat en gestir þurfa að greiða fyrir mat og drykk á þeim stöðum. 

FYRIR BÖRNIN

Þetta hótel er sérstaklega barnvænt og tryggir stórskemmtileg sundlaugin mikið fjör. Ströndin er einnig stutt frá hótelinu og þar er auðvitað óendanlega skemmtun að finna. Á hótelinu er barnadagskrá á sumrin. 

STAÐSETNING

Hotel Mediterráneo Bay er staðsett í Roquetas de Mar í nálægð við ströndina. Stutt frá hótelinu má finna ótal veitingastaði, verslanir og golfvelli. 

AÐBÚNAÐUR Á MEDITERRÁNEO PARK

        Allt innifalið

        Reyklaus herbergi

        Sundlaug

        Rennibraut

        Loftkæling

        Skemmtikraftar

        Kvöldskemmtanir

        Þráðlaust internet í gestamóttöku(ath sækja þarf lykilorð)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði. 

 

 

Upplýsingar

Calle Pez Espada, s/n 04740 ROQUETAS DE MAR Almeria – Spain

Kort