Almeria

Golf Almerimar er nýlegt 5 stjörnu golfhótel staðsett í um 40 mínútna keyrslu frá Almeria borg við Almerimar golfvöllinn. Örstuttur gangur er niður að smábátahöfninni í Almeria og niður að sólbaðssandströnd. Góður kostur fyrir fjölskyldur sem vilja sameina afslöppun í sól og spila golf. Sumarið 2019 var golfvöllurinn tekinn í gegn og er völlurinn nú 27 holur og því hægt að velja um 9, 18  eða 27 holur fyrir þá allra hörðustu.

GISTING 

Á hótelinu eru 112 herbergi búin öllum helstu þægindum. Standard herbergin eru 55-65 fm. með m.a. flatsjónvarpi, fríu þráðlausu interneti, öryggishólfi og mini bar. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir kylfinga, við klúbbhúsið og fyrsta teig á golfvellinum.

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru tvær sundlaugar ásamt heilsulind. 

AFÞREYING

Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur og leiksvæði fyrir börnin.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er veitingastaður með mjög fjölbreyttum matseðli, Sushi - Bar og hlaðborðsveitingastður. Allt innifalið í mat og drykk er morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, vatn, vín hússins, gosdrykkir og ýmsir innlendir áfengir drykkir.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur 

STAÐSETNING 

Golf Almerimar er staðsett við Almerimar golfvöllinn í um 40 mínútna keyrslu frá Almeria borg.

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaug  

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Almerimar, sn. Urb. Almerimar, 04711 Almerimar, Almería, Spánn

Kort