Roquetas de Mar

Hotel Playalinda er gott 4ra stjörnu fjölskylduhótel frábærlega staðsett alveg við dásamlega ströndina í Roquetas de Mar. Góður garður með sólbaðsaðstöðu og sundlaug með rennibrautum sem ættu að kæta alla yngri gesti. Dagskrá fyrir ungna sem aldna. 

GISTING 

Snyrtileg, björt herbergi með svölum eða verönd. Þau eru búin öllum helstu þægindum til þess að gera fríið sem notalegast. Þar er að finna sjónvarp, mini-bar, síma og öryggishólf. Baðherbergi með hárþurrku og baðkari. 

AÐSTAÐA 

Frábær garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Í sundlauginni eru skemmtilegar rennibrautir og nuddpottur (15 ára og eldri). Inni er innisundlaug. Á hótelinu er heilsulind. Þráðlaust internet er í sameiginlegu rými. 

AFÞREYING 

Nóg er um að vera á Hotel Playalinda og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn getur fullorðna fólkið tekið þátt í ýmsum æfingum og keppnum. Á kvöldin troða skemmtikraftar upp sem öll fjölskyldan getur notið þess að horfa á saman eða tekið þátt í þemakvöldum. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn El Patio Buffet, sem er hlaðborðsveitingastaður og veitingastaðurinn Queens Pub. 

FYRIR BÖRN 

Á þessu hóteli leiðist krökkum ekki. Sundlaugin ætti að halda eldri börnunum við efnið í skemmtilegum rennibrautum í sundlauginni. Delfi Mini klúbburinn er fyrir hress kríli á aldrinum 4-7 ára og Delfi Junior klúbburinn fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára. Sérstakur unglingaklúbbur er fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára. 

STAÐSETNING 

Playalinda er vel staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Golfvöllur er í um 3 km fjarlægð og góðar gönguleiðir frá hótelinu. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL PLAYALINDA 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Rennibrautir 

Snarlbar 

Golfvöllur(3km) 

Veitingastaður 

Þráðlaust internet 

Sólarhringsmóttaka 

Bar 

Þvottahús 

Skemmtidagskrá 

Barnaklúbbur 

Unglingaklúbbur 

Kvölddagskrá 

Þemakvöld 

Lyfta 

Loftræsting 

Viftur  

ATH  

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Urbanización Playa Serena, s/n, 04740 Roquetas de Mar

Kort