Roquetas de Mar

Roquetas de Mar

Hotel Best Roquetas, áður Hotel Playaluna, er gott 4ja stjörnu hótel staðsett við Playa Serena ströndina, hótelið býður uppá fjölbreytta þjónustu og er mjög snyrtilegt. Um 4 km er í miðbæ Roquetas de Mar. Þetta hótel hentar vel fjölskyldufólki enda iðar hótelið af lífi og nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. 

GISTING

Íbúðirnar og herbergin eru búin helstu þægindum og eru smekklega innréttuð. Sjónvarp og sími er í öllum herbergjum og íbúðum, hárþurrka er á baðherbergi. Eldhúskrókur er í íbúðum. Ágætar svalir. 

AÐSTAÐA

Góður garður með aðstöðu til sólbaða, hægt er að fá leigð handklæði á bekkina. Góð sundlaug með rennibraut og heitum potti. Úr garðinum er gengið beint út á ströndina. Ekki eru margir bekkir í garðinum en stutt er niður á ströndina þar sem nóg er af sólbaðsaðstöðu. 

AFÞREYING

Á þessu hóteli er mikið um að vera fyrir unga sem aldna. Á hótelinu er barnaleikvöllur og ýmis afþreying, svo sem borðtennis og minigolf auk þess er stórt skákborð á hótelinu. 

VEITINGSTAÐIR

Góður hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt bar og sundlaugabar.

FYRIR BÖRNIN

Skemmtilegt hótel fyrir yngri gestina. Skemmtidagskrá er fyrir börn og unglinga á hótelinu.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi við enda strandarinnar á Roquetas de Mar. Um 4 km eru í miðbæ Roquetas de Mar. Playa Serena golfvöllurinn er í um 400 metra fjarlægð frá hótelinu. Meðfram sjónum er göngustígur sem tengir hótelið við önnur hótel og hverfið. 

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL PLAYALUNA

Lyfta 

Útisundlaug

Barnasundlaug

Heitur pottur

Loftkæling á herbergjum

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Bar 

Töskugeymsla 

Strandhandklæði (gegn gjaldi )

Leiksvæði

Skemmtidagskrá fyrir börn

Frítt WiFi

 ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda. Playa Serena, S/N 04740 Roquetas de Mar

Kort