Roquetas de Mar

Pierre Vacances er nýleg, einföld 3ja stjörnu íbúðagisting í Roquetas de Mar. Íbúðirnar eru staðsettar í rólegu umhverfi og er u.þ.b. 600-700 metra gangur að næsta veitingahúsa, verslana- og þjónustusvæði. Íbúðagistingin stendur rétt við golfvöll og stutt frá ströndinni (ca 500 m). Tvær sundlaugar eru í garðinum þar af önnur barnalaug. Frábær kostur fyrir stærri fjölskyldur. 

GISTING

Íbúðirnar eru staðsettar í tveimur byggingum. Þær eru snyrtilega innréttaðar og bjartar með 2 svefnherbergjum og svefnsófa. Gott eldhús með stórum ísskáp, eldavél, bakarofni og örbylgjuofni. Stofan og eldhúsið er ágætlega rúmgóð. Gott baðherbergi og loftkæling í öllum íbúðum. Svalir eða verönd í öllum íbúðum. Hægt er að leigja hjá hótelinu pakka fyrir börn sem inniheldur barnarúm, kerru og barnastól í íbúðina sem kostar 8 evrur á dag eða 40 evrur fyrir vikuna. Íbúðirnar eru þrifnar 1x í viku og þá er einnig skipt á rúmum. Handklæðaskipti eru 1x í viku. Greiða þarf 200€ í tryggingu við komu sem fæst endurgreitt við brottför. 

Gott eldhús veitir fjölskyldum sjálfstæði í matarseld þar sem fjölskyldan getur átt góðar stundir saman í íbúðinni.  Frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur og þá sem vilja njóta fallegrar gistingar á sanngjörnu verði. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er garður með lítilli útisundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu en gestir geta einnig sólað sig á svölunum eða á ströndinni (5 mín. fjarlægð). Þar sem þetta er íbúðarhótel er meira lagt upp úr íbúðunum sjálfum og sundlauginni fremur en öðru sameiginlegu rými. Athugið að það er ekki opin gestamóttaka allan sólarhringinn á þessu gististað. Svokallað „basic“ internet er á herbergjum þar sem gestir geta skoðað tölvupóstin sinn og sinnt öðrum smávægilegum erindum á veraldarvefnum. Internet er frítt í gestamóttöku. Þvottahús í sameiginlegri aðstöðu. 

AFÞREYING

Ekki er skemmti - barnadagskrá á þessum gististað. Í gestamóttöku er hægt að fá lánuð hin ýmsu spil og leiki.

STAÐSETNING

Pierre Vacances er staðsett í Roquetas de Mar. Umhverfið er rólegt og um 600-700 m gangur í þjónustu. Hótelið stendur rétt hjá golfvelli og stutt frá ströndinni. Gæti þó verið erfitt fyrir þá sem eiga mjög erfitt með gang. 

AÐBÚNAÐUR Á PIERRE VACANCES

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða

Svalir eða verönd

Öryggishólf

Sjónvarp

Loftræsting

Ofn

Örbylgjuofn

Eldavél

Gestamóttaka

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Gefa þarf upp kreditkortanúmer við tékk inn.

Upplýsingar

Urb Playa Serena Sur 04740 Roquetas de mar Almeria 04740

Kort