Roquetas de Mar

Zoraida Beach Resort Hotel er mjög gott 4ra stjörnu hótel alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Hótelið var áður rekið sem tvö hótel (Zoraida Park og Zoraida Garden) en hefur nú verið sameinað í mjög gott 4ra stjörnu hótel undir einu og sama nafninu. Stutt er í veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu. Hægt er að ganga beint úr garðinum niður að strönd. Frábær kostur fyrir þá sem vilja allt innifalið. Þetta hótel hentar vel fjölskyldum eða ungum pörum sem vilja mikið fjör á líflegum stað stutt frá ströndinni. 

GISTING

Smekklega innréttuð, nýlega uppgerð herbergi. Þrátt fyrir að vera fremur lítil eru þau mjög vel skipulögð. Flest herbergi eru með sjávarsýn en ekki öll. Herbergin eru með 32 tommu flatskjá, síma, öryggishólfi (leigt gegn gjaldi), mini-bar og góðu baðherbergi. Öll herbergi eru með loftræstingu og litlum svölum eða verönd. Alls eru 342 herbergi á hótelinu og 19 junior svítur. Barnarúm er hægt að leigja í gestamóttökunni.  Athugið að í öllum herbergjum eru tvö queen size rúm (150x200)

AÐSTAÐA

Á hótelinu er stór og góður sundlaugagarður með vatnsrennibrautum fyrir krakka og góð barnalaug. Í garðinum er líka skemmtilegt leiksvæði fyrir börn, góð sólbaðsaðstaða og tennisvöllur. Á hótelinu er einnig lítil líkamsrækt með gufubaði, þeir sem eru með allt innifalið þurfa ekki að greiða fyrir líkamsræktina en aðrir greiða gjald í hvert skipti sem þeir mæta. Hægt er að fá handklæði til að nota á ströndina og í sundlauginni það þarf að greiða tryggingargjald sem fæst endurgreitt þegar handklæðinu er skilað. 

AFÞREYING

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna bæði á daginn og kvöldin. Þar er líka að finna skemmtilegan leikjasal, tennisvöll, hárgreiðslustofu, gufubað ofl. Stutt er einnig í alla helstu þjónustu og ströndina. Á hverjum degi er sundleikfimi í garðinum. 

VEITINGASTAÐIR

Gestir geta valið gistingu með öllu inniföldu sem er morgun-, hádegis- og kvöldverður sem og innlendir drykkir og léttar veitingar og snarl milli mála. 

Við bjóðum einnig upp á „allt innifalið gold“. Í þeim pakka fá gestir tækifæri til þess að bæta við tiltekinni upphæð sem tryggir þeim aðgang al a carte veitingastað einu sinni í viku. Gestir fá einnig sérstaka áfenga drykki og frítt öryggishólf. Þessi valkostur gerir upplifun gesta enn fjölbreyttari og skemmtilegri. Vinsamlegast hafið samband við söludeild okkar ef þið hafið áhuga á að vita meira um gold pakka Zoraida Garden Hotel. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er starfræktur krakkaklúbbur en einnig er skemmtileg barnalaug í garðinum, vatnsrennibrautir og og leiksvæði. Þar sem hótelið stendur alveg við ströndina er stutt í margskonar ævintýri. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Í göngufjarlægð eru margir veitingastaðir, verslanir og stutt í golfvelli. 

AÐBÚNAÐUR Á ZORAIDA BEACH RESORT HOTEL

         Allt innifalið/Allt innifalið Premium

         Lyftur

         32' tommu sjónvarp á herbergjum

         Útisundlaug

         Barnasundlaug

         Öryggishólf

         Svalir 

         Bað 

         Hárblásari

         Hlaðborðsveitingastaður

         Leikjaherbergi

         Internet svæði

         Líkamsrækt 

         Skemmtikraftar

         Barnadagskrá

         Strandhandklæði

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. Mariano Hernández, 131, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort