Roquetas de Mar

Protur Roquetas Hotel & Spa er gott 5 stjörnu hótel á rólegum stað við ströndina í Roquetas de Mar. Frá hótelinu er stutt í alla þjónustu og aragrúa veitingahúsa má finna í kringum hótelið. Hótelið hentar þeim vel sem kjósa gæði og framúrskarandi þjónustu, með allt innifalið í verðinu. Þetta hótel hentar vel pörum og fjölskyldum sem vilja gera vel við sig og kjósa lúxus í fríinu. 

HERBERGIN

Protur Roquetas Hotel & Spa býður upp á ýmsa möguleika með fjölbreyttri gistiaðstöðu. Öll herbergi hótelsins eru stílhrein og vel búin öllum helstu þægindum til þess að gera fríið enn notalegra. Tvíbýlin eru þó fremur lítil. Þar má t.d. finna sjónvarp, síma, öryggishólf, ísskáp, skrifborð og góðar svalir. Öll herbergi eru búin loftkælingu og kyndingu. Rúmgóðar, fallegar svalir. Ef að börn eru með í för þarf ekkert að greiða aukalega fyrir barnarúm. Möguleiki er á að fá öryggishólf í gestamóttökunni frítt en greiða þarf tryggingargjald sem fæst endurgreitt þegar kvittun og lykli er skilað. Hægt er að tengjast netinu bæði á herbergjum og í gestamóttökunni frítt. Sækja þarf leyniorð í gestamóttöku. 

AÐSTAÐA

Hönnun hótelsins miðar að því að gestir geti slakað vel á og snúi endurnærðir til baka úr fríinu. Fallegur garður með góðri sólbaðsaðstöðu og útsýni yfir hafið, útisundlaug sem ætti að gleðja bæði unga sem aldna. Upphituð sundlaug er einnig á staðnum. Á hótelinu er fullbúið SPA með gufubaði, tyrkneskubaði og nuddpottum. Í heilsulindinni er einnig hægt að komast í nudd gegn gjaldi. Stór tvískipt sundlaug er í garðinum og er hluti hennar notaður í tengslum við starf heilsuræktarinnar. 

AFÞREYING

Gestum hótelsins stendur til boða ýmis afþreying frá morgni til kvölds. Hótelið hefur á snærum sínum sérstakt teymi starfsmanna sem hefur eingöngu það hlutverk að skipuleggja afþreyingu fyrir gestina, má til dæmis nefna hinar ýmsu íþróttir, loftriffla æfingar, pílukast og morgunæfingar.

 Á kvöldin er líf og fjör með lifandi tónlist, dönsurum og hinum ýmsu skemmtikröftum. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, einn með glæsilegu hlaðborði þar sem gestir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Gestir fylgjast með kokkunum að störfum. Á hótelinu má einnig finna tvo aðra veitingastaði fyrir þá gesti sem vilja breyta til. Annar sérhæfir sig í grilluðu kjöti og hinn í ítalskri matargerð. Þeir gestir sem gista með „all-inclusive/allt innifalið“ geta snætt á þeim allavega einu sinni. Á vefsíðu hótelsins má finna nánari upplýsingar um veitingastaðina. 

FYRIR BÖRNIN

Börnum leiðist ekki á Protur Roquetas Hotel & Spa heldur er mikið lagt upp úr að börnin fái líka sem mest út úr fríinu. Á hverjum degi er nýtt í barnaklúbbnum, svo sem „vatna dagur“ eða „sirkus dagur“ þar sem börnin geta lifað sig inn í og kynnst öðrum börnum. Börnin geta einnig leyst hinar ýmsu þrautir, farið á mini-diskó á kvöldin, í leiki eða spilað íþróttir undir leiðsögn hótel starfsmanna. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett í Roquetas de Mar, við ströndinni og nálægt allri helstu þjónustu.  Playa Serena golfvöllurinn er staðsettur um 800 metra frá hótelinu sjálfu og Le Envía golfvöllurinn er um 16 kílómetra fjarlægð. 

AÐBÚNAÐUR Á PROTUR ROQUETAS HOTEL & SPA 

Fundarherbergi

Heilsulind

Frítt internet

Hjólageymsla

Bílageymsla

Margskonar íþróttavellir

Rækt

Útisundlaug

Upphituð sundlaug

Buslulaug(splash)

Margskonar barir

Mare Nostrum veitingastaður

La Sal De La Vida veitingastaður

La Brasserie veitingastaður

Falleg verönd

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Av. de Playa Serena, 93, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort