Agia Marina

Theo Hotel er 4 stjörnu hótel staðsett á yndislegum stað aðeins 9 km vestur af Chania við Chaniaflóa. Hótelið er byggt á toppi hæðar og því afar fallegt útsýni þaðan til sjávar og yfir til eyjunnar Theodorou.  Aðeins eru um 150m að ströndinni en Agia Marina er þekkt fyrir sína fallegu og löngu sandströnd.

 

GISTING

Notaleg herbergin eru með svölum, loftkælingu, flatskjásjónvarpi, Wi-fi,  litlum ísskáp og te- og kaffivél, sum þeirra með útsýni yfir flóann. Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku.  Athuga að Maisonette íbúðir eru á 2 hæðum/split level.

 

VEITINGAR

Veitingastaðurinn er með amerískan morgunverð, einnig er hægt að njóta kaffi og annarra drykkja við sundlaugina.  Veitingastaður hússins er með "set menu" fyrirfram ákveðna rétti, þar sem Miðjarðarhafs matargerð er í fyrirrúmi. Bar er á hótelinu.

 

AFÞREYING/AÐSTAÐA

Á hótelinu eru sundlaugar, innilaug og útilaug með barnasvæði, sólbaðsaðstað,einnig er líkamsræktaraðstaða og heilsulind sem býður upp á  nuddmeðferðir gegn aukagjaldi, billijard/pool borð og hægt er að leigja reiðhjól. Leikvöllur fyrir börn og skemmtidagskrá fyrir fjölskylduna á sumrin (háannatíð)/high season.  Frítt Wi-fi er  við sundlaugina.


Þorpið Agia Marina er afskaplega fallegt og hefðbundið gamalt grískt þorp með þröngum götum og kósýheitum í hverju skrefi en sömuleiðis með krár, veitingastaði, verslanir og allt annað sem til þarf á ferðamannastöðum.

 

Í NÁGRENNI HÓTELS

  • Stalos Beach
    0.6 km
  • Agios Dimitrios Church
    2.5 km
  • Platanias Square
    2.8 km
  • Fransiscan Monastery of Agios Fragkiskos
    4.5 km
  • Municipal Garden
    4.5 km
  • Golden Beach
    4.6 km
  • Limnoupolis
    5.8 km
  • Firkas Fortress
    6.9 km
  • Etz Hayyim Synagogue
    7 km
  • Municipal Art Gallery of Chania
    7 km

Upplýsingar

Agia Marina, Chania, Crete, Greece

Kort