Platanias

Sunrise Village, 3ja stjörnu heimilislegt íbúðahótel staðsett í göngufæri við Agia Marina ströndina og Platanias ströndinni. Torgið í Platanias er í 11 mín. göngufæri og þar er að finna úrval af veitingastöðum,Tavernas og verslanir. 

Hótelið er staðsett í rólegu og fallegu umhverfi, umvafið ólífutrjám og státar af fallegu útsýni yfir littla eyju og hafið.

 
Gisting:
 
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og studio, öll með svölum eða verönd. Hægt er að fá loftkælingu gegn aukagjaldi, eldhúskrók, ísskáp (lítill) eldunarplötu og hraðsuðuketil,sjónvarp öryggishólf og síma. Nettenging /Wi-fi er á herbergjum en fremur hægt og á álagstímum mjög hægt.
Maizonette íbúðirnar eru á 2 hæðum, á jarðhæð er setustofa, baðherbergi og eldhúskrókur, á eftir hæð er hjónarúm, king size, og baðherbergi.
Baðherbergin eru með baðkari og hárþurrku. Nettenging er í gestamóttöku. Þrif eru 6 sinnum í viku, skipt er á rúmfötum 2svar í viku og handklæði 2svar í viku.
Hótelið er á þremur hæðum (ekki lyfta)  
 
 
Aðstaða:
 
 
Sundlaug, sundlaugarbar, veitingastaður og bar. Hægt er að leigja strandhandklæði á hótelinu.
Í miðbæ Platanias er að finna bari, veitingahús, apótek, hraðbanka og verslanir.  
 
Staðsetning:
 
 
Chania flugvöllurinn er í ca 21 km. fjarlægð.
 
 
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Platanias Square 0.6 km, Stalos Beach 2.5 km, Fransiscan Monastery of Agios Fragkiskos
6.6 km, Municipal Garden 6.6 km, Golden Beach 6.7 km, Limnoupolis 7.1 km , Firkas Fortress
9 km, Etz Hayyim Synagogue 9.1 km, Municipal Art Gallery of Chania 9.2 km
 

Upplýsingar

Platanias, Chania 73100 Crete, Greece

Kort