Platanias

Sunrise Village, 3ja stjörnu heimilislegt íbúðahótel staðsett í göngufæri við Agia Marina ströndina og Platanias ströndinni. Torgið í Platanias er í 11 mín. göngufæri og þar er að finna úrval af veitingastöðum,Tavernas og verslanir. 

Hótelið er staðsett í rólegu og fallegu umhverfi, umvafið ólífutrjám og státar af fallegu útsýni yfir littla eyju og hafið.

 
Gisting:
 
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og studio, öll með svölum eða verönd. Íbúðirnar eru með loftkælingu, eldhúskrók, ísskáp (lítill) eldunarplötu og hraðsuðuketil,sjónvarp öryggishólf og síma.
Baðherbergin eru með baðkari og hárþurrku. Nettenging er í gestamóttöku. Þrif eru 6 sinnum í viku, skipt er á rúmfötum 2svar í viku og handklæði 3svar í viku.
Hótelið er á þremur hæðum (ekki lyfta) 
 
 
Aðstaða:
 
 
Sundlaug, sundlaugarbar, veitingastaður og bar. Hægt er að leigja strandhandklæði á hótelinu.
Í miðbæ Platanias er að finna bari, veitingahús, apótek, hraðbanka og verslanir.  
 
Staðsetning:
 
 
Chania flugvöllurinn er í ca 21 km. fjarlægð.
 
 
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Platanias Square 0.6 km, Stalos Beach 2.5 km, Fransiscan Monastery of Agios Fragkiskos
6.6 km, Municipal Garden 6.6 km, Golden Beach 6.7 km, Limnoupolis 7.1 km , Firkas Fortress
9 km, Etz Hayyim Synagogue 9.1 km, Municipal Art Gallery of Chania 9.2 km
 

Upplýsingar

Platanias, Chania 73100 Crete, Greece

Kort