Galini Sea View er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett á Agia Marina á Krít. Hótelið hefur 2 sundlaugar og góða sólbaðsaðstöðu fyrir gesti sína. Gististaðurinn er vel staðsettur í aðeins 150 m fjarlægð frá strönd og 22 km í flugvöll. Frábær kostur á Krít.
Gisting:
Herbergin eru vel búin helstu þægindum svo sem sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp, katli og öryggishólfi, einnig hafa baðherbergin sturtu og hárþurrku. Sumar herbergjatýpur hafa svalir.
Aðstaða – Afþreying:
Hótelið hefur 2 sundlaugar, önnur þeirra innilaug. Góð sólbaðsaðstaða er við útilaugina. Einnig er heilsulind, líkamsræktarstöð, gufubað og sána. Galini Sea View býður gestum sínum uppá skemmtidagskrá og leikjaherbergi.
Veitingar:
3 veitingastaðir eru á gististaðnum, Hlaðborðsveitingastaður, ítalskur veitingastaður og kínverskur veitingastaður svo nóg er um að velja.
Staðsetning:
Hótelið er vel staðsett í aðeins 150 m fjarlægð frá strönd og verslunum, 22 km í flugvöll og 150 m frá almenningssamgöngum eyjunnar.
Aðbúnaður:
Sturta
Sjónvarp
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Hlaðborðsveitingastaður
Hárþurrka
Heilsulind
Sána
Líkamsrækt
Gufubað
Veitingastaðir
Skemmtidagskrá
Leikjaherbergi
Upplýsingar
Old National Road of Chania to Kissamos Agia Marina, 73100 Chania
Kort