Galini Sea View er glæsilegt 4 stjörnu allt innifalið hótel vel staðsett í Agia Marina bænum og stutt á ströndina. Góður kostur á Krít en hentar ekki beint þeim sem eiga erfitt með gang.
Miðbær Chania er í um 8 km fjarlægð en þangað er auðvelt að komast með strætisvagni eða leigubíl.
Gisting
Herbergin eru vel búin helstu þægindum svo sem sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp, katli og öryggishólfi, einnig hafa baðherbergin sturtu og hárþurrku.
Aðstaða – Afþreying
Hótelið hefur 2 sundlaugar, önnur þeirra innilaug. Góð sólbaðsaðstaða er við útilaugina. Einnig er heilsulind, líkamsræktarstöð, gufubað og sána. Galini Sea View býður gestum sínum uppá skemmtidagskrá og leikjaherbergi.
Veitingar
Á hótelinu er huggulegur hlaðborðsveitingastaður með fjölbreyttu úrvali af mat og tveir a la carte veitingastaðir; annar ítalskur og hinn kínverskur, þar sem hægt er að borða einu sinni á hvorum stað að kostnaðarlausu á meðan á dvöl stendur.
Allt innifalið er morgun-, hádegis- og kvöldverður ásamst síðdegissnarli. Drykkir af ákveðnum tegundum sem eru innifaldir til kl. 23:00 á kvöldin.
Staðsetning
Hótelið er vel staðsett í aðeins 150 m fjarlægð frá strönd og verslunum, 22 km í flugvöll og 150 m frá almenningssamgöngum eyjunnar.
Aðbúnaður
Sturta
Sjónvarp
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Hlaðborðsveitingastaður
Hárþurrka
Heilsulind
Sána
Líkamsrækt
Gufubað
Veitingastaðir
Skemmtidagskrá
Leikjaherbergi
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu: 7 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.
Upplýsingar
Old National Road of Chania to Kissamos Agia Marina, 73100 Chania
Kort