Agia Marina

Amalthia Beach hotel er aðlaðandi og nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett við Agia Marina ströndina. Björt og rúmgóð herbergi með helstu þægindum. Hótelið er fyrir 16 ára og eldri.

Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar og afar fallegt útsýni er yfir Miðjarðarhafið. Hótelið er í nágrenni við hina fallegu borg Chania sem státar af einhverjum fallegustu ströndum heims.

 
GISTING
 
Í boði eru tveggja manna herbergi, með landsýn, garðsýn eða sjávarsýn.  Herbergin eru með svölum, loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, minibar og 
aðgang að interneti (getur verið höktandi). Baðherbergin eru flísalögð með baðkar/sturtu, hárþurrku, snyrtispegil, inniskór, baðvog og hreinlætisvörur með ólífu- og appelsínuangan.
Dagleg þrif og skipt er á rúmfötum og handklæðum þrisvar í viku.  
 
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Hótelið er með afmarkað svæði á ströndinni fyrir hótegesti, með þægilegum sólbekkjum og sólhlífum. Gestum býðst að kaupa "Beach service" sem kostar 10evrur  daglegaog innifelur daglega strandhandklæði, fötu með ís og vatnsflösku.Þrjár sundlaugar eru á hótelinu. Ein þeirra er staðsett á milli hótels og strandarinnar og hinar eru fyrir framan deluxe herbergin. Sólbekkir og sólhlífar eru við allar sundlaugarnar.
Noteleg heilsulind er á hótelinu, sem býður upp á meðferðir og nudd gegn gjaldi og líkamsrækt (gesti hafa frían aðgang). Í garðinum er ping-pong borð og stórt úti taflborð. Sundlaugarbar með stóran sjónvarpskjá.
 
VEITINGAR
 
Morgunverður: Hlaðborð er framreitt milli kl. 07.00 - 10.30 á í morgunverðarsalnum.
Wave veitingastaðurinn (Taverna) er staðsettur örfáum skrefum frá ströndinni, nálægt aðal-sundlauginni. 
Opinn fyrir hádegis- og kvöldverð  - dásamlegt að njóta kvöldverðar, útsýnis yfir hafið og sólarlagið.
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru 18.7 km.
Hótelið er staðsett á Agia Marina ströndinni og um 9 km vestan við Chania.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Einkaströnd
Tveggja manna herbergi
Svalir
Loftkæling
Gerfihnattasjónvarp
Sími
Öryggishólf
MInibar
Internet
Baðherbergi
Baðkar/Sturta
Snyrtispegill
Baðvog
Inniskór
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Útisundlaugar
Sólbekkir
Sólhlífar
Líkamsrækt
Heilsulind
Veitingastaður
Setustofa - bar
Sundlaugarbar
Sólarhringsmóttaka
 
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu:  7 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

Upplýsingar

Agia Marina 730 14, Grikkland

Kort