Platanias

Porto Platanias Beach Resort & Spa er gott 5 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett við strönd og býður upp stórkostlegt útsýni yfir Krítarhaf og eyjuna Agio Theodori.  Hótelið er í 9 km. fjarlægð frá borginni Chania.

 
GISTING
 
Í boði eru tveggja manna herbergi og íbúðir með einu svefnherbergi, val er á milli garð/hliðarsjávarsýn eða sundlaugarsýn.
Öll herbergi eru með svölum eða verönd, loftkælingu, öryggishólf, sjónvarp, síma, kæliskáp og þráðlaust net. Baðherbergin eru með sturtu eða baðkari, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Þrif sjö daga vikunnar og skipti á rúmfötum og handklæðum er þrisvar í viku. Því miður ræður ferðaskrifstofan ekki staðsetningu herbergja eða íbúða á hótelinu.
Wi-fi er á herbergjum en getur verið hægt á álagstímum. Sundlaugarhandklæði fást gegn galdi.
 
 
 
AÐASTAÐA - AFÞREYING
 
Á hótelinu er fallegur garður með 5 sundlaugum, þar á meðal 1 barnalaug og innilaug í heilsulindinni.  Í garðinum er sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar. Ýmsar tómstundir eru í boði, billiard, borðtennis og
pílukast.  Líkamsrækt er á hótelinu og góð heilsulind, greiða þarf aðgangseyri í heilsulindina en þar er að finna innilaug, nuddpotta, gufubað og hægt að komast í ýmsar snyrti- og heilsumeðferðir.
Á ströndinni er hægt að komast í ýmsar vatnaíþróttir og stutt frá hóteli er minigolf og reiðhjólaleiga.
 
Gestir hótelsins er velkomnir í "Vatnagarðinn" sem er staðsettur á Porto Platanias Village resort.
 
VEITINGAR
 

Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir en aðal veitingastaðurinn er hlaðborðsstaður þar sem morgun-, hádegis- og kvölverðir eru framreiddir. 

Einnig er veitingastaður á þakinu þar sem sérstök „þema“kvöld eru haldin 1 sinni í viku
A la carte hádegis veitingastaður er við sundlaugarsvæðið og á sundlaugarbarnum má velja úr léttum réttum yfir daginn.
Á hótelinu eru nokkrir barir, í móttökunni er barinn Hermes, svo er  Island & Atlantis sundlaugarbari í garðinum og
strandbarinn Kochili er á sandströndinni í aðeins 20 m fjarlægð.
 
BÖRNIN
 
Barnaklúbbur fyrir 5 - 12 ára, 4 barnalaugar, 2 leikvellir og barnaskemmtun.
Hægt er að óska eftir barnagæslu (aukagjald)
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru um 21 km., nálægar strendur eru Agia Marina Beach 150 metrar og Platanias Beach 200 metrar.
Platanias torgið er í 300 metra fjarlægð.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Staðsett við strönd.
Tvíbýli
Íbúð með einu svefnherbergi
Svalir eða verönd
Gervihnattasjónvarp
Baðherbergi
Baðkar eða sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling
Útisundlaugar
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Sundlaugarbar
Barnalaug
Barnaklúbbur
Barnaleiksvæði
Líkamsrækt
Heilsulind (aukagjald)
Skemmtidagskrá
Strandbar
Leikjaherbergi
Mini Market
Þvottaþjónusta (aukagjald)
Sólarhringsmóttaka
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu: 10 evrur pr. gistinótt/pr. herbergi.

Upplýsingar

Platanias 730 14, Grikkland

Kort