Kalamaki

Panorama er glæsilegt 5 stjörnu hótel, staðsett við Kato Galatas, stutt frá Chania, 3,7 km er í fallegu strendurnar Agia Marina and Kalamaki. Hótelið býður upp á 150 herbergi í ýmsum flokkum. 

Hægt að fá allt innifalið (innlendir drykkir). Við inngang hótelisins er hægt að fara með strætó í miðbæ Chania sem er í um 5 km. fjarlægð.

 
GISTING
 
Í boði eru tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi, fallega hönnuð og eru þau með svölum eða verönd 
Loftkæling, öryggishólf, minbar, sími, gervihnattasjónvarp og frítt internet er á herbergjum 
Baðherbergi eru með baðkari, hárþurrku og hreinlætisvörur. 
Þrif 7 daga vikunnar og skipt er á rúmfötum og handklæðum þrisvar í viku.
 
 
AÐSTAÐA OG AFÞREYING
 
Líkamsrækt er á hótelinu og  heilsulind þar sem hægt er að fá nudd og meðferðir gegn aukagjaldi. 
Falleg sundlaug með sólbekkjum og sólhlífum og sundlaugarbar. Tennisvöllur, pílukast og borðtennis.
Hárgreiðslustofa er á hótelinu.  Hægt er að leigja reiðhjól, fara í reiðtúra, spila billiard, leiksvæði er á hótelinu fyrir blak
og vatnaíþróttir á ströndinni .  Þvottaþjónusta (aukagjald)  Smávöruverslun á staðnum. Setustofa / Sjónvarpsstofa.
 
VEITINGAR
 
Aðalveitingastaður hótelsins, Symposium, framreiðir morgun og hádegisverð og frá veitingastaðnum er fallegt útsýni yfir
borgina Chania.  Almyra. Bar og veitingastaður er staðurinn til að njóta kvöldverðar og drykkja við sundlaugina.
 
BÖRNIN
 
Barnaklúbbur, barnalaug og útileiksvæði, undir eftirliti starfsmanna, fyrir börn á aldrinum  4 - 10 ára
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru um 16.3 km., frá hótelinu að eftirfarandi ströndum : Kalamaki Beach:  550 metrar, Glaros Beach : 650 metrar og Stalos Beach:
ca 750.metrar og hægt er að stunda sjó og vatnaíþróttir á þessum svæðum og kaupa snarl og drykki.
 
 
 
AÐBÚNAÐUR
 
 
Tvíbýli með fjalla-, hliðar- eða sjávarsýn
Svalir eða verönd
Gervihnattasjónvarp
Baðherbergi
Baðkar
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Minibar
Útisundlaug
Sundlaugarbar
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Líkamsrækt
Heilsulind
Hárgreiðslustofa
Veitingastaðir
Tennisvöllur
Billiard
Pílukast
Reiðhjólaleiga (aukagjald)
Kvöldskemmtanir
Sólarhringsmóttaka
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða hóteli við komu:  10 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

Upplýsingar

Kalamaki , Crete 73100, Grikkland

Kort