Platanias
 
Porto Platanias Village er 4 stjörnu íbúðahótel, vel staðsett í hjarta Platanias þorpsins og góður kostur fyrir fjölskyldufólk. Garðar með hellulögðum göngustígum
og frábæra sundlaug. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá strönd.
 
GISTING 
 
Í boði eru studíó og íbúðir með einu svefnherbergi, allar með svölum eða verönd. Íbúðirnar eru góðar og stílhreinar og misjafnlega staðsettar. Því miður ræður ferðaskrifstofan ekki staðsetningu.  Í íbúðum er lítið eldhús eða eldhúskrókur,
kæliskápur, loftkæling, gervihnattasjónvarp, sími ,öryggishólf, ketill og kaffivél og WiFi.  Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku,  hreinlætisvörur, og  sundlaugar-handklæði.
 
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Garðurinn og sundlaugarsvæðið er nýuppgert og er með góða sólarverönd með sólbekkjum og sólhlífum. Gestir hótelsins geta nýtt sér líkamsræktar aðstöðuna á Porto Platanias Beach hótelinu. Mini Market er á 
hótelinu þar sem hægt er að kaupa ýmsar nauðsynjavörur. Þvottaþjónusta er í boði gegn gjaldi. Pílukast og borðtennis er á hótelinu og og aðrar tómstundir, svo sem göngur, pöbbarölt, vatnagarður (utan gististaðar) og 
billiard (aukagjald). Heilsulind/Spa með Hammam, sauna og meðferðir (aukagjald)
 
Gestir hótelsins er velkomnir í "Vatnagarðinn" sem er staðsettur á Porto Platanias Village resort.
 
VEITINGAR
 
Veitingastaður hótelsins er með hlaðborðsveitingar. A la carte seðill er á sundlaugarbarnum. 

Allt er innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverð, hlaðborð og innlenda drykki og gjarnan létt snarl á milli mála.

Þjónusta með "allt innifalið" er alltaf með einhverjum takmörkunum sem hægt er að kynna sér við komu á hótelið.
Hálft fæði: morgunverður og kvöldverður (hlaðborð)  og eru drykkir ekki innifaldir. 
Í göngufæri við hótelið er að finna margar krár, barir og næturklúbbar.
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru 21 km., Platanias torgið er í 200 metra fjarlægð, Agia Marina ströndin er í 200 metra
fjarlægð og Platanias ströndin er í 200 metra fjarlægð, á ströndinni er hægt að stunda vatnaíþróttir, kaup mat og drykki.
Chania borgin er í 9 km. fjarlægð frá hóteli.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Studio
Íbúðir með einu svefnherbergi
Svalir eða verönd
Loftkæling
Baðherbergi
Sturta eða baðkar
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Gervihnattasjónvarp
Eldhúskrókur
Kæliskápur
Öryggishólf
Útisundlaug
Sundlaugarbar
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Líkamsrækt 
Heilsulind
Veitingastaður
Mini market
Þvottaþjónusta (aukagjald)
Skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Main Street, Platanias 730 14, Grikkland

Kort