Agioi Apostoloi

Airis Boutique & Suites er nýlegt 4 stjörnu hótel, aðeins fyrir 16 ára og eldri. Staðsett í Kato Daratso, 200 metra frá Yannis ströndinni og  í stuttri akstursfjarlægð frá feneysku borginni Chania.

 
GISTING
 
Í boði eru standard tveggja manna herbergi, superior standard herbergi og Junior Suites, með svölum eða verönd.
Standard herbergin eru frá 18 - 23 fm., superior herbergin eru 23 - 28 fm. og Junior suites eru 28-32 fm. Herbergin eru með loftkælingu, 
gervihnatta sjónvarp, minibar, nettengingu (frítt) öryggishólf og Espresso kaffivél.  Baðherbergin eru með sturtu eða baðkari,  hárþurrku og hreinlætisvörur. 
Þrifið er 6 sinnum í viku og skipt er á rúmfötum og handklæðum tvisvar í viku.
 
Athuga gistiskatt þarf að greiða hóteli við komu:  3 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.
 
 AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Útisundlaug, fersk vatns, er á hótelinu, sundlaugarbar, sólbaðs aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum og hægt er að fá
strand - baðhandklæði frítt í gestamóttöku.  Á hótelinu er lítil en góð líkamsræktaraðstaða.
Þrisvar í viku er  lifandi tónlist við sundlaugarbarinn. 
Þakverönd er á hótelinu með sólbaðs aðstöðu en það gæti þurft að bóka þar sérstaklega hjá gestamóttöku. (aukagjald)
 
VEITINGAR
 
Morgunverður er borinn fram í "Breakfast Room" morgunverðarsalnum  milli kl. 07.30 - 10.00
Á hótelinu er Á la carte veitingarstaðurinn LADI og samanstendur matseðillinn af
Grískum- og Miðjarðarhafs réttum ásamt staðbundinni matargerð og er eingöngu opinn í
hádeginu og á kvöldin.
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru 14.5 km., strendur í hverfinu eru Yannis Beach 200 metrar, Chryssi Akti ströndin
er í 450 metra fjarlægð og þar er hægt að stunda ýmsar vatnaíþróttir gegn gjaldi og kaupa mat og drykk
Glaros Beach er í 600 metra fjarlægð og býður upp á það sama og Chryssi ströndin.
Veitinga- og kaffihús eru í nágrenni hótels og hin fallega feneyska borg Chania er í aðeins 3,1 km. fjarlægð frá hótelinu 
 
AÐBÚNAÐUR
 
Nálægt strönd
Tvíbýli standard eða superior
Junior Suites
Svalir eða verönd
Loftkæling
Baðherbergi
Sturta eða baðkar
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Sjónvarp - kapalrásir
Minibar (aukagjald)
Öryggishólf
Espresso kaffivél
Þráðaust net
Líkamsrækt
Útisundlaug
Sólbaðs aðstaða 
Sólbekkir og sólhlífar
Sundlaugarbar
Strand-bað handklæði 
Morgunverðarsalur
Veitingarstaður
Lifandi tónlist ( 3svar í viku)
Þakverönd (aukagjald)
Þrif á herbergjum:  6 x í viku
Skipt er á handklæðum og rúmfötum: 2svar í viku
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Nikou Kazantzaki 30, Daratsos 731 00, Grikkland

Kort