Sandy Suites er einföld 3 stjörnu íbúðagisting í Kalamaki. Í göngufæri eru veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ganga þarf upp og niður brekkur til að komast á aðalgötuna í Kalamaki. Hægt er að taka strætisvagn í miðbæ Kalamaki sem fer inn í Chania og strandbæina í kring.
Athugið að ekki er í boði akstur á vegum Ferðaskrifstofunnar á þetta hótel.
Gisting
Hótelið er á 2 hæðum (ekki lyfta) og býður upp á íbúðir og stúdíó með ísskáp, síma, öryggishólfi, eldhúskrók með eldunarplötu og hraðsuðuketil. Loftkæling er á herbergjum en greiða þarf aukagjald fyrir notkun, við komu á hótel.
Ekki er ofn eða örbylgjuofn. Wifi er á sameiginlegu svæði hótelsins og getur verið mjög hægt á álagstímum.
Þrif fimm sinnum í viku, skipti á líni og handklæðum tvisvar í viku. Baðherbergin eru með sturtu og hárþurrku. Sundlaugarhandklæði er hægt að fá gegn aukagjaldi.
Aðstaða
Wi-fi er í almennum rýmum og bílastæði eru hjá hótelinu.
Á hótelinu er bar þar sem hægt er að kaupa drykki, pizzur og fleira.
Útisundlaug og barnalaug.
Nudd er hægt að fá gegn gjaldi.
Staðsetning
Stutt á strendurnar Kalamaki-ströndin 500 m, Glaros-ströndin 500 m og fleiri strendur
Hótelið er í um 19 km. fjarlægð frá flugvellinum og áhugaverðir staðir eru:
- Archaeological Museum of Chania 8 km
- Folklore Museum of Chania 8 km
- Chania Old Venetian Harbor 8.1 km
- Municipal Market of Chania 8.3 km
- House-Museum of Eleftherios Venizelos 9.9 km
- Botanical Park & Gardens of Crete 11.3 km
- Venizelos Graves 11.5 km
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu: 3 evrur pr. gistinótt/pr. íbúð.
Upplýsingar
Agiou Dimitriou, Knossou & Diktynis, Chania
Kort