Kolymbari

Galini Palace er glæsilegt 5 stjörnu allt innifalið hótel staðsett í Kolymbari og býður upp á glæsilegt útsýni Kolimbari flóann. Kolymbari er rólegur staður en þar er að finna allskyns veitingastaði og verslanir. 

 

GISTING

Fallega innréttaðar og nútímalegar vistarverur með svölum eða verönd. Á herbergjum er loftkæling, minibar, öryggishólf, sjónvarp, ókeypis Wifi og sími. Baðherbergin eru með sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku.

 

VEITINGAR

Á þessu hóteli er gisting seld með "Allt innifalið" morgunverð, hádegisverð og kvöldverð ásamt drykkjum (innlendir drykkir ) til kl. 23.00 á kvöldin.  Hádegisverðurinn er á a la carte veitingastað hótelsins við sundlaugina en morgunverður og kvöldverður er á aðalveitingstað hótelsins.

 

AFÞREYING

Hér er að finna fallegan sundlaugargarð með barnalaug og sundlaugarbar. Þá er hér einnig veitingastaður og bar, leiksvæði fyrir börn, líkamsræktaraðstöðu og heilsulind. 

 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett í aðeins 350 m fjarlægð frá strönd, um 40 km frá flugvelli. Miðbær Platanias er í um 15 mínútna akstursfjarlægð.

 

Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu:  10 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

 

 

Upplýsingar

Kolymbari, Chania 73100 Creta Greece

Kort