Kato Daratso

Althea Village Hotel er fallegt 4 stjörnu fjölskylduhótel. Hótelið er byggt upp eins og lítið grískt þorp með lágreistum byggingum og fallegum sundlaugargarði. 

Hótelið er með 155 herbergi og svítur sem eru nýleg. Hótelið er staðsett í bænum Kato Daratso sem er í um 1 km fjarlægð frá Agioi Apostoloi svæðinu.
 
GISTING
 
Í boði eru tveggja manna herbergi, Junior suites og fjölskylduherbergi, með svölum eða verönd, loftkælingu, síma, sjónvarp með kapalrásum, kæliskáp, öryggishólf og þráðlaust net (frítt). Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Stærð tveggja manna herbergis: 20-25fm., fjölskylduherbergið er um 30 fm. og Junior svíta er um 30-35 fm. að stærð. Gisting er seld með allt innifalið (innlendir drykkir).  Þrifið er sex daga vikunnar og skipt um rúmföt og handklæði tvisvar í viku.
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu:  7 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.
 
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Útisundlaug með sér svæði fyrir börn, sólbaðsaðstaða og sundlaugarbar.  Hótel starfsmenn bjóða upp á Aqua leikfimi, barnaleiki og keppnir.  Búið er að fríska upp á líkamsræktar aðstöðuna og er hún með prýðilegan tækjabúnað.  Leikherbergi með borðtennis pool, og airhockey. Tennisvöllur er á hótelinu, bóka þarf með fyrirvara og greiða aukagjald fyrir völl og áhöld. Tvisvar í viku er  boðið upp á lifandi tónlist með grískum dans atriðum.  Á hótelinu er lítil verslun með nauðsynjavörur og minjagripi. Massage Utopia, hafið samband við gestamóttöku ef þið viljið bóka nudd eða ilm meðferð (Aromatotherapy).
 
VEITINGAR
 
The Aktaion er aðal veitingastaður hótelsins, hlaðborðsveitingar, á veitingastaðnum er hægt að sitja bæði  inni og úti og er fallegt útsýni frá veitingastaðnum yfir sundlaugina.  Á sundlaugarbarnum,  The Elia, er hægt að fá kaffi, gos, bjór, vín og koktaila, og er barinn er opinn fram á kvöld.  Snarlbarinn The My Souvlaki er með pizzur, hamborgara, bökur og ávexti meðal annars.
 
 
BÖRN
 
Suneo klúbb-húsið er inni leiksvæði fyrir börnin og einnig er úti leikvöllur og barnalaug. 
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru um 20 km.,  nálægar strendur eru  Agioi Apostoloi Beach 10 mín, ganga, Golden Beach, 20 mín
ganga og Sunset Beach 10 mín.ganga. Kalamaki Beach 13 mín. ganga. og Old Venetian Harbor /  gamla höfnin í Chania er í 
3.1 km. fjarlægð.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Tvíbýli
Junior Suites
Fjölskylduherbergi
Svalir eða verönd
Baðherbergi
Sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling,
Sjónvarp með kapalrásum
Sími
Þráðlaust net
kæliskápur
Öryggishólf 
Útisundlaug
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Sundlaugarbar
Líkamsrækt
Veitingastaður
Snarlbar The My Souvlaki
Krakkaklúbbur
Leikjaherbergi
Barnaleiksvæði inni og úti
Barnalaug 
Skemmtikvöld ( 2 x í viku)
Sólarhringsmóttaka
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu:  7 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

Upplýsingar

Nea Kydonia, Kato Daratso, 73100, Greece

Kort