Platanias

Porto Platanias Beach Resort Luxury Selection er einkar fallega hannað 5 stjörnu hóteli, frábærlega vel staðsett við Platanias ströndina og  í göngufæri við Platanias þorpið. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna (18+).

 
GISTING
 
Herbergin eru nútímaleg og fallega hönnuð með svölum eða verönd. Á herbergjum er loftkæling, sjónvarp, sími, minibar (aukagjald) , ketill - kaffivél, öryggishólf og net tenging athuga að netið getur verið mjög hægt á álagstímum. Baðherbergi eru með hárþurrku og hreinlætisvörur og sundlaugar handklæði.:
Athuga: Greiða þarf 4 evrur fyrir sólhlíf pr mann pr dag
 
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Í hótel garðinum er stór sundlaug, sundlaugarbar, sólbaðs aðstaða, sólbekkir og sólhlífar. Velbúin líkamsrækt er á hótelinu og heilsulind sem er með tvö meðferðarherbergi, tyrkneskt bað : 
staðsett á Porto Platanias Beach Resort & Spa.  Mini Market. Þvottaþjónusta (aukagjald) Við hótelið er hægt að stunda vatnaíþróttir og hægt að leigja hjól. Skemmtidagskrá / sýningar eru 6 daga vikunnar.
 
Gestir hótelsins er velkomnir í "Vatnagarðinn" sem er staðsettur á Porto Platanias Village resort.
 
 
VEITINGAR
 
Veitingarstaðir hótelsins eru tveir, Annar þeirra er hlaðborðsveitingastaður með útsýni yfir hafið og býður uppá morgun-, hádegis- og kvöldverð. Hinn býður eingöngu uppá kvöldverði sem eru sérréttir að hætti heimamanna.
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru 25km.,  Platanias torgið er í 0.6 km. fjarlægð frá hóteli og  Stalos ströndin er
í 2, 7 km., fjarlægð frá hóteli. Chania borgin er í 10 km. fjarlægð frá hóteli.
 
Aðbúnaður
 
Við strönd
Tvíbýli
Fjölskylduherbergi
Svalir eða verönd.
Baðherbergi
Sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Sundlaugarhandklæði
Útisundlaug
Sundlaugarbar
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Líkamsrækt
Heilsulind
Skemmtidagskrá 
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Platanias 730 14, Grikkland

Kort