Agioi Apostoloi

Veronica Hotel er fallegt 3ja stjörnu hótel sem staðsett er í um 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli ströndinni og um 4 km frá Chania borg.

 
Veroncia hotelið býður upp á studíó og íbúðir  Studíó eru með verönd og staðsett á jarðhæð. Íbúðir geta verið á jarðhæð með verönd og aðrar á fyrstu hæð með svölum.
Gistirýmin eru með loftkælingu,eldhúskrók með ísskáp, sjónvarp, síma, WiFi ( gjald) og baðherbergi eru með sturtu eða baðkari.
 
Á hótelinu er stór sundlaug með aðskildri barnalaug, solbekkir og sólhlífar eru á sundlaugarsvæðinu og sundlaugarbar.  Sundlaugarbarinn er opinn frá kl. 09.00 til kl. 
23.00  Á ´hótelinu er hægt að fá spa meðferðir gegn gjaldi, fara í Jacuzzi og Sauna fyrir aukagjald. Einnig er hægt að panta hand og fót snyrtingu.
 
Staðsetning:
 
Hótelið er staðsett í 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli ströndinni og um 4 km frá Chania borg og rétt við hótelið er hægt að taka strætisvagn til Chania. 
Í nágrenni hótels má finna ATM (hraðbanka) mini-markað, apótek, hárgreiðslustofu, bakarí, bókabúð og stóra matvöruverslun, skemmtisvæði fyrir börn, t.d. keila, leikfangabúð og
Fun Train, lítil lest sem fer smá rúnt með börnin, jóga miðstöð og fataverslanir og  margt margt fleira. í nágrenni hótels.  Frekari upplýsingar eru fáanlegar í gestamóttöku hótels.

Upplýsingar

Agioi Apostoloi, Chania 73100

Kort