Agioi Apostoloi

Veronica Hotel er fallegt 3ja stjörnu hótel sem staðsett er í um 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli ströndinni og um 4 km frá Chania borg.

Gisting:

Veroncia hotelið býður upp á íbúðir með einu svefnherbergi með svölum eða verönd.
Gistirýmin eru með loftkælingu,eldhúskrók með eldunarplötu (ekki ofn) ísskáp, sjónvarp, síma hraðsuðuketil,
og nettengingu. Hægt er að óska eftir öryggishólfi (á hóteli) gegn aukagjaldi
Þrif 6 sinnum i viku, skipt á rúmfötum og handklæðum 3svar í viku..
Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari og hárþurrku.
 
Aðstaða
 
Á hótelinu er stór sundlaug með aðskildri barnalaug, solbekkir og sólhlífar eru á sundlaugarsvæðinu og sundlaugarbar.  Sundlaugarbarinn er opinn frá kl. 09.00 til kl. 
23.00  Á hótelinu er hægt að fá spa meðferðir gegn gjaldi, fara í Jacuzzi og Sauna fyrir aukagjald. Einnig er hægt að panta hand og fót snyrtingu. (aukagjald)
 
Staðsetning:
 
Hótelið er staðsett í 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli ströndinni og um 4 km frá Chania borg og rétt við hótelið (80 metrar) er hægt að taka strætisvagn til Chania. 
Í nágrenni hótels má finna ATM (hraðbanka) mini-markað, apótek, hárgreiðslustofu, bakarí, bókabúð og stóra matvöruverslun, skemmtisvæði fyrir börn, t.d. keila, leikfangabúð og
Fun Train, lítil lest sem fer smá rúnt með börnin, jóga miðstöð og fataverslanir og  margt margt fleira. í nágrenni hótels.  Frekari upplýsingar eru fáanlegar í gestamóttöku hótels.
 
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Fransiscan Monastery of Agios Fragkiskos 0.9 km, Municipal Garden 0.9 km, Golden Beach
1 km, Stalos Beach 3.3 km, Firkas Fortress 3.4 km, Etz Hayyim Synagogue 3.4 km, Municipal Art Gallery of Chania 3.5 km, 
1866 Square 3.5 km, Archaeological Museum of Chania 3.5 km, Folklore Museum of Chania 3.5 km.

Upplýsingar

Agioi Apostoloi, Chania 73100

Kort