Agii Apostoloi

Flamingos Hótel er 3 stjörnu íbúðahótel staðsett við Agii Apostoli og 4 km frá Chania borginni. Þetta svæði er mjög vinsælt, bæði vegna hins góða skipulags strandarinnar og afþreyingar með fallegum gönguleiðum um hóla og hæðir og síðast en ekki síst fyrir dásamlegt útsýni yfir hafið.

 

Gisting:

Í boði eru fjölskylduherbergi, eitt svefnherbergi og í stofu er sófi/sófar, vel útbúin eldhúsaðstaða borð og stólar og svalir eða verönd með garðhúsgögnum.  Baðherbergið er með lítið baðkar. Standard studió eru með útsýni inn til landins eða garðsýn, tvö rúm og vel útbúið eldhús, baðherbergi með litlu baðkari og svalir eða verönd með garðhúsgögnum.  Superior studió eru með sundlaugar- eða garðsýn, staðsett á friðsælum stað í garðinum, hjónarúm, vel útbúið eldhús og rúmgóðar svalir eða verönd með garðhúsgögnum.  Baðherbergi er með sturtu og hárþurrku. Loftkæling, öryggishólf  og sjónvarp eru í gistirýmum.

Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu:  3 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

 

Aðstaða – Afþreying:

Útisundlaug, sólarbekkir og sólhlífar. og visst svæði í sundlauginni er grynnra og hentar börnum.   Sundlaugar og snarlbar.  Litríkur garður með blóm og tré. Lobbý svæði og morgunverðarsalur, Frítt wifi í almennum rýmum. Verslanir/supermarkets eru í ca km fjarlægð (Lidl og Synka) nær hótelinu er lítil búð sem selur helstu nauðsynjavörur svo sem mjólk, vatn - bjór og fleira.

 

Veitingar:  

Stutt göngufæri er í veitinagstaði eyjunnar m.a. Telchinia Taverna 10 metrar, Xenios Dias 40 metrar og Farmers House 100 metrar.  Nálægur strendur:  Garos Beach 150 metrar, Iguana Beach 200 metrar og Yannis beach 450 metrar.

 

Staðsetning: 

200 metra fjarlægð er frá hinni fallegu og vinsælu strönd, Agii Apostoli og 3 km frá Chania borginni. 19 km frá flugvelli.

 

Aðbúnaður:

Sturta/Baðkar

Loftkæling

Sjónvarp

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Ókeypis wifi

Bar

Öryggishólf

 •  
 •  
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   

   

Upplýsingar

Herakleous 4, Chania, Kato Daratso, 73100, Greece

Kort