Gerani

Myrion Beach Resort and Spa er fallegt 5 stjörnu hótel nálægt Gerani ströndinni. Falleg heilsulind þar sem hægt er að njóta slökunar og vellíðunar og björt og falleg herbergi skapa grunn að góðu fríi. Fyrir árið 2024 er þetta hótel eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

 
 
GISTING
 
Herbergin eru björt og nútímaleg og loftkæld, herbergin eru  með gervihnattasjónvarp/smart tv., síma, öryggishólf, minibar og hraðsuðuketil. Hægt er að fá Espresso kaffivél, gegn aukagjaldi. Á baðherbergjum eru baðsloppar, inniskór, vigt, hárþurrka og hreinlætisvörur. Wi-Fi er á herbergjum en getur verið mjög hægt.
 
 
 
AFÞREYING
 
Heilsulind, líkamsrækt og tennis/padel völlur. Frítt í líkamsræktina en aukagjald fyrir fegrunar og nuddmeðferðir og tennis/paddle spaða og bolta.  Útisundlaug með ferskvatni, upphituð innilaug (opnunartímar háðir árstíma) og barnalaug. Sundlaugarhandklæði er hægt að fá gegn 10 evra tryggingargjaldi.
 
 
VEITINGAR
 
Cosmos Restaurant: hlaðborð, og a la carte, Lobby Bar - á þessum stöðum er dress kóði, ekki leyft að vera strandfatnaði svo sem stuttbuxum eða ermalausum bolum og sandölum) Smart Casual. Snarl bar er við sundlaugina.
 
 
Í NÁGRENNI HÓTELS - fjarlægð frá hóteli:
 
Platanias torgið, 3.6 km., Stalos ströndin ca  6.8 km.,  Chania borgin, ca 17 km., gamla feneyska höfnin í Chania ca 14 km., Municipal Market of chania ca 13.6 km., Venizelos grafirnar 16.9 km.
 
 
Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu: 10 evrur pr. gistinótt/pr. herbergi.

Upplýsingar

Gerani 73014 Chania Crete

Kort