Platanias

Indigo Mare er gott 3 stjörnu íbúðahótel, mjög vel staðsett við hina fallegu Platanias strönd. Hentar fyrir fjölskyldur. Gengið er beint úr sundlaugargarðinum á einkasvæði hótelsins við ströndina.

GISTING

 
Í boði eru fallega hannaðar íbúðir með einu svefnherbergi og studio með svölum eða verönd.
Gistirýmin eru með eldhúskrók, kæliskáp,hraðsuðuketil,síma, gervihnatta sjónvarp, loftkælingu og öryggishólf. 
Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku.  Ath. ekki eru lyftur á hótelinu, hótelið er á 2 hæðum.
Þrif 7 daga vikunnar, skipt á rúmfötum 2svar í viku og handklæðum er skipt út 3svar í viku. Wi-fi er á hótelinu en getur verið mjög hægt á álagstímum.
 
 
 
 
 
AðSTAÐA - AFÞREYING
 
Fersk vatns útisundlaug. Við sundlaugina er sólbaðs aðstaða en fremur fáir sólbekkir, fyrstur kemur fyrstur fær.
Bar er í nálægð við sundlaugina. Hægt er að ganga beint frá sundlaugargarðinum niður á strönd og þar er starfsmaður
sem aðstoðar við að úthluta sólbekkjum og sólhlífum (aukagjald) Sturtur eru á ströndinni, Sauna á hótelinu og
leikherbergi fyrir billiard og borðtennis (aukagjald)
Mini market - kjörbúð er á hótelinu þar sem finna má helstu nauðsynjavörur. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Í nágrenni við hótelið afþreying af ýmsum toga, vatnsbrautagarðar, mini- golf og kart brautir, úrval af verslunum og hægt að gera
góð kaup, barir og  næturklúbbar og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Athuga: Greiða þarf 5 evrur fyrir sólhlíf - fyrir tvo á dag
 
VEITINGAR
 
Veitingastaður á fallegri verönd býður upp á gott úrval af innlendum og alþjóðlegum rétti, morgunverður er í formi
hlaðborðs en kvöldverður er fyrirfram ákveðinn matseðill (réttur dagsins)
Taverna býður upp á létta rétti, sem dæmi,  salöt, sjávarrétti og pasta, ferskan humar og ýmislegt góðgæti.
Barinn er nálægt sundlauginni og þar er hægt að fá snarl og drykki frá kl. 10.00 - 01.00
 
 
BÖRNIN
 
Barnalaug og  barnaleiksvæði.
 
 
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru um 22km., nálægar strendur eru Platanias Beach 100 metrar, Agia Marina Beach 700 metrar,
á þessum ströndum er hægt að synda og fá sér hressingu (matur og drykkur).  Platanias torgið er í 400 metra fjarlægð
 
 
AÐBÚNAÐUR
 
Við strönd
Íbúðir
Stúdíó
Svalir eða verönd
Baðherbergi
Baðkar eða sturta
Hárþurrka
Loftkæling
Sjónvarp
Eldhúskrókur
Kæliskápur
Öryggishólf
Rafmagnsketill
Sundlaug
Sundlaugarbar
Barnalaug
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Veitingastaður
Ath: engar lyftur
Sólarhringsmóttaka
 
 
Athuga umhverfiskatt þarf að greiða hóteli við komu:  3 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

Upplýsingar

Kykladon str, Platanias 730 14, Chania

Kort