Kato Stalos

Creta Palm er gott og snyrtilegt 4 stjörnu íbúðahótel staðsett í Kato Stalos, Chania. Upplagt fyrir þá sem vilja rólegt og heimilislegt umhverfi.

Næsta strönd er í 100 metra fjarlægð frá hótelinu.

 
GISTING
 
Í boði eru stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi. Rúmgóð gistirýmin eru með svölum, loftkælingu, eldhúskrók, kæliskáp, borð og stóla,
 síma, sjónvarp með gervihnattarásum, kaffi og te aðstöðu, öryggishólf og WiFi. Baðherbergin eru með baðkari eða sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Athugið að Wi-fi getur verið mjög hægt á þessu svæði.
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Tvær  sundlaugar eru á hótelinu og  sólbaðs aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. 
Sundlaugarbar er við báðar laugarnar og  ágætis líkamsræktaraðstaða fyrir 16 ára og eldri opin frá kl. 07.00 - 23.00 
Vikulega eru haldin karókí kvöld, Grísk kvöld og töfrasýning fyrir smáfólkið. Setustofa með sjónvarp.
Allskyns afþreyingu er að finna í nágrenni hótels t.d.  vatnasport og reiðhjólaleigu og síðast en ekki síst er
strönd í nágrenni við hótelið. 
 
VEITINGAR
 
Hlaðborðsveitingar með gott úrval af staðbundinni- og alþjóðlegri matargerð - sem fær fínar umsagnir frá gestum.
 
BÖRN
 
Barnalaug (grunn laug) leikherbergi innan dyra og leiksvæði utan dyra. Töfrasýning  vikulega. 
 
Athuga gistiskatt þarf að greiða hóteli við komu:  3 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru 24 km.,  Chania borgin er í 7 km fjarlægð
Góðar almennings samgöngur til nærliggjandi stranda svo sem Agia Marina Beach.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Nálægt strönd
Stúdíó
Íbúðir með einu svefnherbergi
Svalir
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Eldunar aðstaða
Kæliskápur
Gervihnattasjónvarp
Sími
Þráðlaus nettenging
Öryggishólf
Útisundlaugar
Sundlaugarbarir
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Líkamsrækt
Leikjaherbergi
Barnalaug (grunn laug)
Barnaleiksvæði úti og inni
Veitingastaður
Vikuleg skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Kato Stalos, Chania 731 00, Grikkland

Kort