Albufeira
UPPLIFUN

Mjög gott 4ra stjörnu hótel, vel staðsett í Albufeira. Falleg gestamóttaka með marmaragólfum og fallegum og klassískum húsgögnum. Heilsulind, sundlaugar, heilsulind og veitingastaðir. Klassahótel fyrir alla.

 

VISTARVERUR

Falleg og ágætlega rúmgóð herbergi með með parketi, sem öll voru endurnýjuð frá árunum 2006 - 2008. Herbergin eru með svölum, sem snúa ýmist út að götu eða að sundlaugargarðinum. Herbergin eru loftkæld með síma, gerfihnattasjónvarpi, hárþurrku, smábar og öryggishólfi. Fjölskylda með tvö börn gistir í fjölskylduherbergi, sem er svíta með aðskildu svefnherbergi.

 

AÐSTAÐA

Sundlaug og barnalaug bæði úti og inni. Í innisundlaug er rennibraut og umhverfið í kring um hana minnir helst helli. Fallegur garður með leiksvæði fyrir börn. Skemmtileg krá er í kjallara hótelsins "Dogs and Duck´s. Þar er lifandi tónlist á kvöldin. Heilsulind með innisundlaug og líkamsrækt. Aðgangur að interneti í gestamóttöku.

 

AFÞREYING

Lifandi tónlist á kvöldiin og skemmtilegt mannlíf í gamla bænum er í göngufæri.

 

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður eru tveir, annar fyrir morgunverð og gesti, sem eru í hálfu fæði, Hinn veitingastaðurinn nýtískulegur og afar glæsilegur "a la carte" og býður uppá fjölbreytt úrval rétta á matseðli. Hótelgestir, sem eru í hálfu fæði fá ákveðna upphæð í afslátt af matseðli ef þeir kjósa að borða þarna.

 

STAÐSETNING

Hótelið stendur við hlðina á hótel Brisa sol og besta kaffihúsi og bakarí bæjarins, Café Riviera. Modello verslunarmiðstöðin er u.þ.b. 300 metrum frá Cerro Alagoa. Veitingastaðir allt um kring og 800 metrar niður á fiskimannaströndina og i gamla bæinn.

 

GS 04.09

 

Upplýsingar

Apartado 2155, 8200-916 Albufeira

Kort