Albufeira

ALMENNT

Apartamentos Paladim & Alagoamar íbúðarhótelið er vel staðsett mitt á milli gamla bæjarins og "Laugavegarins", við hlið hinnar vinsælu verslunarmiðstöðvar Modelo. Þar er stór matvörumarkaður, verslanir og veitingastaðir. Notalegur sundlaugargarður með barnalaug og bar með léttum réttum. Stutt er í úrval verslana og veitngastaða.

 

VISTARVERUR

 

Rúmgóðar og snyrtilegar studíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi sem snúa ýmist út að götu eða yfir sundlaugargarðinn. Í íbúðunum með einu svefnherbergi er stofa (með útdregnum svefnsófa) og í stúdíóíbúðunum er svefnsófi. Allar íbúðir eru með með loftkælingu, eldhúskrók með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, hárþurrku og svölum. Öryggishólf (gegn gjaldi).

 

AÐSTAÐA

 

Björt og góð gestamóttaka sem opin er allan sólarhringinn og setustofa. Í garðinum er sundlaug með sólbekkjum og sólhlífum og barnalaug, bar með léttum réttum, billjarð og leikherbergi. Hægt er að komast á internet í gestamóttöku gegn gjaldi.

Upplýsingar

Rua do Municipio, Lote 1 A 5A, Cerro Alagoa, 8200-161

Kort