Enska ströndin

Corallium Dunamar by Lopesan Hotels er gott 4ra stjörnu hótel á besta stað á Ensku ströndinni, neðst í gilinu og rétt við ströndina. Stutt er í alla helstu þjónustu frá hótelinu og fjöldi veitingahúsa og verslana í næsta nágrenni. Hótelið var nýlega endurnýjað og er því í góðu standi. 

GISTING 

Hótelið samanstendur af tveimur byggingum, með fimm lyftum. Alls eru 273 herbergi sem eru fallega innréttuð með baðherbergi, svölum eða verönd, loftræstingu, sjónvarpi, síma, teketil, frítt wifi, öryggishólf (leiga) og minibar. 

Athugið að einsmannsherbergi eru hvorki með svölum né verönd. Hægt að fá herbergi með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða (vinsamlega hafið samband við söluskrifstofu okkar).

Superior herbergin eru með sjávarsýn og svalirnar snúa í átt að sjónum. 

AÐSTAÐA

Garðurinn er fallegur og gróðursæll. Tvær sundlaugar eru í aðal byggingunni, sú þriðja er í norðurhluta byggingarinnar. Á sjöttu hæð í aðalbyggingu er stór sundlaug með frábært útsýni yfir sjóinn og er upphituð á veturna. Við allar sundlaugar er sólbaðsaðstaða. Gestir geta leigt handklæði við sundlaugina, gegn gjaldi. Hvert herbergi á sérmerkta bekki í garðinum. Frítt þráðlaust internet er í gestamóttöku.

AFÞREYING 

Á hótelinu er boðið uppá Aerobic, líkamsrækt er á hótelinu. 2-3 km eru í Maspalomas golfvöllinn og Lopesan Meloneras golfvöllinn. Nóg er um að vera á ströndinni og hægt að fara í tennis (gegn gjaldi). 

VEITINGAR 

Val er um morgunverð og hálft fæði. The Food Garden er með hlaðborð á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. La Sal sundlaugarbarinn er með svalandi drykki. Mediterraneum er með góða miðjarðarhafsrétti og en Ancla er bar við móttökuna.

STAÐSETNING 

Corallium Dunamar er á besta stað á Ensku ströndinni, neðst í gilinu rétt við ströndina. Frábært útsýni og stutt á ströndina. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CORALLIUM DUNAMAR 

Þrjár útisundlaugar 

Sólbaðsaðstaða 

Stutt í strönd 

Sundlaugarbarir 

Hlaðborðsveitingastaður 

Snarlbar 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.  
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C/Helsinki, 8, E-35100 Playa del Inglés, Gran Canaria

Kort