Maspalomas Resort by Dunas er skemmtileg og fjölskylduvæn 4ra stjörnu smáhýsi og má finna ýmislegt í boði fyrir alla aldurshópa. Flottur sundlaugargarður, krakkaklúbbur, ýmis konar íþróttaiðkun, heilsulind og svo má lengi telja.
GISTING
Smáhýsa gisting umkringd grænum görðum. Í boði eru smáhýsi með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Í öllum smáhýsum er eldhúskrókur, svefnherbergi, sjónvarp, sími, frítt wifi, öryggishólf (gegn auka gjaldi), baðherbergi með sturtu eða baðkari, hárþurrka og verönd.
AÐSTAÐA
Í garðinum má finna sundlaug, barnalaug og litla grunnlaug með leiktækjum fyrir börnin. Einnig má finna líkamsrækt, nuddmeðferðir, hjólaleigu, krakkaklúbb, minidiskó og leikvöll á hótelinu.
AFÞREYING
Á hótelinu er margt í boði til íþróttaiðkunar og slökunar. Má þar helst nefna líkamsrækt, nuddmeðferðir og hjólaleigu.
Í nágrenni hótelsins má jafnframt finna ýmsar vatnaíþróttir og golfvelli.
Skemmtidagskrá er fyrir alla fjölskylduna. Einnig er næturklúbbur á hótelinu.
VEITINGASTAÐUR
Sundlaugarbar sem er opinn frá 10:00 - 18:00. Kaffihús sem er opið frá 08:00 - 19:00. Hlaðborðaveitingastaður þar sem boðið er upp á morgunverð frá 08:00 - 10:30 / hádegisverð frá 13:00 - 15:00 / kvöldverð frá 18:00 - 21:00 (vetur) og frá 18:30 - 22:00 (sumar).
Gestir hótelsins sem eru bókaðir í "allt innifalið" fá einn frían kvöldverð á The Corner barbecue veitingastaðnum með völdum drykkjum. Þeir gestir sem eru bókaðir á hálft fæði fá 10% afslátt. Panta þarf fyrirfram í gestamóttöku hótelsins.
FYRIR BÖRNIN
Tvær barnalaugar, mini-diskó, leikvöllur, og krakkaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4 - 12 ára.
STAÐSETNING AÐBÚNAÐUR Á MASPALOMAS RESORT BY DUNAS
Golfvöllur er í 300 metra fjarlægð, verslunarmiðstöðin Faro II í 1900 metra fjarlægð og frábær strönd í 800 metra fjarlægð. 4 km eru í hjarta Ensku strandarinnar.
AÐBÚNAÐUR Á MASPALOMAS RESORT BY DUNAS
Útisundlaug
Barnalaug
Stutt í strönd
Skemmtidagskrá
Barnadagskrá
Sólbaðsaðstaða
Eldhús
Verönd
Baðherbergi
Öryggishólf (gegn gjaldi)
Líkamsrækt
Nudd
Leikvöllur
Diskókek
ATH
Upplýsingar
Avda. Sunair, s/n E-35100 Maspalomas Gran Canaria Spain
Kort