Maspalomas

Maspalomas Resort by Dunas er skemmtileg og fjölskylduvæn 4ra stjörnu smáhýsi og má finna ýmislegt í boði fyrir alla aldurshópa. Flottur sundlaugargarður, krakkaklúbbur, ýmis konar íþróttaiðkun, heilsulind og svo má lengi telja. 

GISTING

Smáhýsa gisting umkringd grænum görðum. Í boði eru smáhýsi með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Í öllum smáhýsum er eldhúskrókur, svefnherbergi, sjónvarp, sími, frítt wifi, öryggishólf (gegn auka gjaldi), baðherbergi með sturtu eða baðkari, hárþurrka og verönd. 


AÐSTAÐA

Í garðinum má finna sundlaug, barnalaug og litla grunnlaug með leiktækjum fyrir börnin. Einnig má finna líkamsrækt, nuddmeðferðir, hjólaleigu, krakkaklúbb, minidiskó og leikvöll á hótelinu. 

 

AFÞREYING

Á hótelinu er margt í boði til íþróttaiðkunar og slökunar. Má þar helst nefna líkamsrækt, nuddmeðferðir og hjólaleigu.

Í nágrenni hótelsins má jafnframt finna ýmsar vatnaíþróttir og golfvelli. 

Skemmtidagskrá er fyrir alla fjölskylduna. Einnig er næturklúbbur á hótelinu.


VEITINGASTAÐUR

Sundlaugarbar sem er opinn frá 10:00 - 18:00. Kaffihús sem er opið frá 08:00 - 19:00. Hlaðborðaveitingastaður þar sem boðið er upp á morgunverð frá 08:00 - 10:30 / hádegisverð frá 13:00 - 15:00 / kvöldverð frá 18:00 - 21:00 (vetur) og frá 18:30 - 22:00 (sumar).

Gestir hótelsins sem eru bókaðir í "allt innifalið"  fá einn frían kvöldverð á The Corner barbecue veitingastaðnum með völdum drykkjum. Þeir gestir sem eru bókaðir á hálft fæði fá 10% afslátt.  Panta þarf fyrirfram í gestamóttöku hótelsins.


FYRIR BÖRNIN

Tvær barnalaugar, mini-diskó, leikvöllur, og krakkaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4 - 12 ára.


STAÐSETNING AÐBÚNAÐUR Á MASPALOMAS RESORT BY DUNAS

Golfvöllur er í 300 metra fjarlægð, verslunarmiðstöðin Faro II í 1900 metra fjarlægð og frábær strönd í 800 metra fjarlægð. 4 km eru í hjarta Ensku strandarinnar.

 

 AÐBÚNAÐUR Á MASPALOMAS RESORT BY DUNAS

Útisundlaug

Barnalaug

Stutt í strönd

Skemmtidagskrá

Barnadagskrá

Sólbaðsaðstaða 

Eldhús 

Verönd

Baðherbergi 

Öryggishólf (gegn gjaldi) 

Líkamsrækt

Nudd

Leikvöllur

Diskókek

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

Avda. Sunair, s/n E-35100 Maspalomas Gran Canaria Spain

Kort