Enska ströndin

Bungalows Parque Cristobal eru 3ja stjörnu, mjög góð smáhýsi í hjarta Ensku strandarinnar. Svæðið er frábært fyrir barnafjölskyldur, fjölbreytt skemmtidagskrá og vatnaleiksvæði.

GISTING 

Á hótelinu eru smáhýsi með einu og tveimur svefnherbergjum, premier smáhýsi og „kid suite“ smáhýsi. Smáhýsin eru þrifin 5 sinnum í viku, skipt á handklæðum 3 sinnum í viku og á rúmum 2 sinnum í viku. Í smáhýsunum með einu og tveimur svefnherbergjum er stofa og eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, hraðsuðukatli og kaffivél. Svalir eða verönd er með öllum smáhýsum. Hárþurrka, öryggishólf og flatskjár. Athugið að smáhýsin eru ekki með loftkælingu en hægt er að fá viftu. Premier smáhýsin eru að sömu stærð og smáhýsin með einu svefnherbergi en með þeim fylgir að auki loftkæling, baðsloppur, inniskór og handklæði fyrir garðinn. "Kid suite" smáhýsin eru með tveimur svefnherbergjum en með þeim fylgir að auki loftkæling, pelahitari, barnastóll, flatskjár og Playstation 3 tölva. Tilvalið fyrir fjölskyldur með börn. Frítt þráðlaust net inn á herbergjunum.

16.04-29.06 fer fram viðhald á smáhýsunum. T.d. verður sett loftkæling í 58 smáhýsi og einhver hús máluð. Þessi vinna fer fram frá kl 10-18 og verða þau hús næst framkvæmdunum lokuð á meðan til að draga úr óþægindum fyrir gesti.

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru tvær sundlaugar og tvær barnalaugar með rennibraut, þær eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Gestir geta leigt handklæði í garðinum, gegn gjaldi. 

AFÞREYING

Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur, billjard borð.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er veitingastaður með mjög fjölbreyttum matseðli og snarlbar við laugina. Einnig er hægt að panta sér borð á "a la Carte" veitingastaðnum á svæðinu en þar er boðið upp á sex rétta óvissuferð tvisvar í viku.

FYRIR BÖRNIN 

Tvær barnalaugar og vatnaleiksvæði. Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börnin. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í hjarta Ensku strandarinnar. 2 km eru niður á strönd og svæðið mjög barnvænt. 

AÐBÚNAÐUR Á PARQUE CRISTOBAL

Útisundlaug 

Barnalaug 

Rennibraut 

Nuddpottur 

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Snyrtistofa

Líkamsræktaraðstaða

Fótboltavöllur 

Körfuboltavöllur

Veitingasstaður 

Smáhýsli/Smáhýsi premium/Kids suite

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Holanda 35100 Playa del Ingles

Kort