Gran Hotel Bahía del Duque er stórglæsilegt 5 stjörnu lúxushótel og eitt af fáum hótelum sem komist hefur á lista hjá Leading Hotels of the World. Hótelið stendur svo sannarlega undir þeim væntingum og er eitt glæsilegasta hótel í Evrópu. Hótelið er á sjarmerandi stað við El Duque ströndina og er byggt eins og lítið spænskt þorp í 20 byggingum sem standa í fallegum garði. Miðpunkturinn eru torgið og klukkuturninn.
GISTING
Við bjóðum upp á tvíbýli með sjávarsýn eða tvíbýli með garðsýn á Gran Hotel Bahía del Duque. Herbergin eru virkilega falleg og búin öllum helstu þægindum til að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. Herbergin henta mest tveimur fullorðnum og einu barni og snúa út í garðinn eða eru með sjávarsýn. Frítt internet er á öllum herbergjum, sem og svalir eða verönd, skrifborði, baðherbergi með baðkari/sturtu og flatskjá. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.
AÐSTAÐA
Sundlaugargarðurinn er ævintýralegur, þar er hægt að leggjast á þykkar dýnur á góðum bekkjum og þeir sem vilja geta valið bekki sem tjaldað er yfir - og minna helst á eitthvað úr 1001 nótt. Sundlaugarnar eru fimm, tvær þeirra fylltar af sjó, auk tveggja barnalauga. Starfsfólk hótelsins er klætt í kanaríska þjóðbúninga og þjónustan er öll fyrsta flokks. Á hótelinu er glæsileg heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir gegn gjaldi. Í heilsulindinni er einnig tyrkneskt bað, gufa og sundlaug. Á hótelinu er einnig líkamsrækt, þrír tennisvellir, skvassvöllur, snyrtistofa og kaffihús.
AFÞREYING
Gestir geta farið í tennis eða stundað aðrar íþróttir á hótelinu eða í kring um hótelið. Í 3 km og 10 km fjarlægð frá hótelinu eru góðir golfvellir.
VEITINGASTAÐIR
Val er um morgunverð eða hálft fæði. Veitingastaðir hótelsins eru alls átta, þar af ítalskur veitingastaður, japanskur, mexíkóskur og síðast en ekki síst veitingastaðurinn Las Aquas, sem er af mörgum talinn einn sá besti á suður-hluta Tenerife. Eigandi Las Aquas, Salvador Gallego, er mjög þekktur í heimalandi sínu. Athugið að Las Aquas er einungis veitingastaður fyrir fullorðna, börn eldri en 10 ára geta þó snætt á veitingastaðnum í fylgd með fullorðnum. Veitingastaðurinn Beach Club er afar vinsæll hádegisverðarstaður. Þar geta gestir setið og notið magnaðs útsýnis og fjölbreyttra sjávarrétta. Á matseðlinum má einnig finna þjóðarrétti eyjanna, auk alþjóðlegra úrvalsrétta. Vínlistinn er einnig sérlega glæsilegur. Á hótelinu er 7 barir sem annaðhvort eru inni eða úti.
FYRIR BÖRNIN
Krakkar njóta sín svo sannarlega á Gran Hotel Bahía del Duque. Hótelið sjálft er í rauninni ævintýraheimur fyrir smáfólkið. Barnaklúbbur er rekinn á hótelinu fyrir hressa krakka á aldrinum 3 - 12 ára frá 10:00-18:00. Kríli undir 3 ára geta tekið þátt í dagskránni en þurfa að vera í fylgd fullorðna. Á hótelinu er einnig sérstök setustofa fyrir unglinga með play station, þráðlausu interneti og fleiri afþreyingu.
STAÐSETNING
Gran Hotel Bahía del Duque er staðsett sunnarlega á Tenerife u.þ.b. 15 mín frá Reina Sofía Tenerife South Airport og klst frá Los Rodeos Tenerife North Airport. Stutt er í El Duque ströndina og nokkrir km í góða golfvelli.
AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL BAHÍA DEL DUQUE
Morgunverður/hálft fæði
Tvíbýli
Frítt internet
Svalir/verönd
Baðherbergi
Skrifborð
Sjónvarp
Míní-bar
24 tíma herbergisþjónusta.
5 sundlaugar
Barnalaug
Heilsulind
Tyrkneskt bað
Gufubað
Líkamsrækt
Tennisvöllur
Skvassvöllur
8 veitingastaðir
Bar
Sundlaugabar
Barnaklúbbur
Mini-diskó
Setustofa fyrir unglinga
Playstation
ATH
Upplýsingar
C/ Alcalde Walter Paetzmann s/n 38660 Costa Adeje Tenerife Spain
Kort