Lloret de Mar

Guitart Gold er gott 3 stjörnu hótel, staðsett í Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum og stutt frá ströndinni. Þetta er flott fjölskylduhótel með úrval afþreyingar, þrjár sundlaugar, skemmtilegum garði með vatnsrennibrautum og góða aðstöðu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Herbergin á hótelinu eru rúmgóð og litrík, búin öllum helstu þægindum. 
Silver herbergin eru með svölum, sjónvarpi, síma, WiFi, baðherbergi með sturtu og síma. 
Gold herbergin eru stór og björt. Svalir, tvíbreitt rúm, eða tvö einbreið rúm, svefnsófi fyrir tvo, sjónvarp, ísskápur, baðherbergi með hárþurrku og sturtu. 
Junior fjölskyldu svítan er fullkomin fyrir fjölmennar fjölskyldur. Þær eru tveggja herbergja með skilrúmi, svölum, tveimur sjónvörpum, baðherbergi með hárþurrku, ísskáp, síma, öryggishólf (gegn gjaldi). 
Svítan er stór og hugguleg með útsýni yfir sundlaugina og garðinn, rúmgóð svefnherbergi, svalir, minibar, tvö sjónvörp, síma, fullbúið baðherbergi og öryggishólf (gegn gjaldi). 

AÐSTAÐA 

Skemmtilegur og gróðursæll garður með 3 sundlaugum og skemmtilegum garði með vatnsrennibrautum fyrir yngstu kynslóðina. Opnunartími vatnsrennibrautagarðsins er frá 30. maí - 29. september frá kl. 11:00 - 18:00. Gestir hótelsins þurfa ekki að greiða aukalega fyrir aðgang að garðinum. Á hótelinu er heilsulind og líkamsrækt en greiða þarf sérstaklega inná það svæði. Þar er boðið uppá nudd og ýmsar meðferðir.  

AFÞREYING

Hótelið býður upp á skemmtidagskrá. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður sem gestir hafa aðgang að. 

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börn. Nóg er um að vera í garðinum, krakkaklúbbur og leikvöllur fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett rétt við miðbæ Lloret de mar.

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Veitingastaður  

Barnalaug 

Heilsulind 

Leikvöllur

Skemmtidagskrá 

Loftkæling

Svalir/verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH:
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Constanti Ribalaigua, 7, Lloret de Mar, Girona, Espana Ath: Greiða þarf gistiskatt EUR 0.90 á mann á dag beint til hótelsins

Kort