Sol Alcudia Center er 3ja stjörnu hótel, staðsett á fallegum stað, 150 metra frá strönd. Íbúðir með einu svefnherbergi. Boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á kvöldin fyrir fullorðna og börn. Á Sol Alcudia er hægt að fá hlaðborð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin - maturinn þykir mjög góður.
GISTING
Gestir velja á milli stúdíóíbúða og íbúða. Íbúðirnar eru rúmgóðar og snyrtilegar með einu svefnherbergi og stofu með tveimur svefnsófum Eldhúskrókur er í íbúð og verslun beint fyrir utan. Baðkar/sturta er á baðinu og ískápur í eldhúsinu. Auk þess er í íbúðum/stúdíó er loftkæling, svalir/verönd, öryggishólf(gegn gjaldi), örbylgjuofn og brauðrist. Gestir geta fengið aðgang að þráðlausu interneti gegn gjaldi.
AÐSTAÐA
Í garðinum er stór sundlaug og barnalaug á samt sólbaðsaðstöðu. Frítt internet í sameiginlegu rými. Á hótelinu er verslun, hárgreiðslustofa og stutt er í alla helstu þjónustu. Sólarhringsmóttaka og þvottaaðstaða er á hótelinu.
AFÞREYING
Nóg er um afþreyingu á þessu hóteli. Fullorðnir geta farið í allskonar íþróttir og leiki sem og vatnspóló, aqua gym, borðtennis og drykkjuleiki. Utan hótelsins er margt hægt að bralla. Mallorca hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir golfara. Aragrúi af hjólaleigum er á Mallorca og tilvalið er að leigja hjól og hjóla um svæðið. Á kvöldin troða svo hinir ýmsu skemmtikraftar upp á hótelinu.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Á hótelinu eru tveir barir sem báðir eru opnir til miðnættis, þar af einn í sundlaugagarðinum.
FYRIR BÖRNIN
Þetta er skemmtilegt hótel fyrir krakka. Á daginn er margt brallað með krakkaklúbbnum og á kvöldin er hið fræga míní diskó.
STAÐSETNING
Sol Alcudia Center er skemmtilega staðsett um 150 metra frá ströndinni í Alcudia.
AÐBÚNAÐUR Á SOL ALCUDIA CENTER
Íbúðir/stúdíó
Útisundlaug
Barnalaug
Svalir/verönd
Lítið eldhús
Frítt internet í sameiginlegu rými
Skemmtikraftar
Íþróttir
Barnaklúbbur
Veitingastaður
Bar
Sundlaugabar
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Loftkæling
Verslun
Hárgreiðslustofa
Upplýsingar
Avda. Pere Mas i Reus, s/n, 07410, Port of Alcudia - Majorca SPAIN
Kort