Palmanova

Hotel Comodoro er ekta fjögurra stjörnu strandhótel á ströndinni á Palmanova þar sem Magaluf og Palmanova mætast. Gestir velja milli þess að vera í hálfu fæði eða öllu inniföldu. Þetta hótel er frábær kostur fyrir þá sem kjósa að vera í nálægð við ströndina og vera í göngufæri við spennandi næturlíf Magaluf. 

GISTING 

Herbergin á Hotel Comodoro eru stílhrein og falleg. Öll herbergi eru búin gervihnattarsjónvarpi, sturtu, hárblásara, loftræstingu eða kyndingu, öryggishólf(gegn gjaldi) og svölum. Öll herbergi eru með dásamlega sjávarsýn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti. 

AÐSTAÐA

Allt sameiginlegt rými var endurnýjað árið 2013 og aðstaða öll mjög góð. Í allri sameiginlegri aðstöðu er góð loftræsting og kynding. Í garðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða en þar sem hótelið er staðsett stutt frá stórkostlegri ströndinni á Palmanova kjósa margir gestir að röllta niður að sjó og baða sig þar. Ekki er barnalaug á Hotel Comodoro. Hjá sundlauginni er lítill snarlbar. Hótelið er með bílastæði á sínum snærum. Önnur þjónusta og aðstaða á hótelinu er t.d. hjólaleiga, gjaldeyrisskipti, setustofa, töskugeymsla, sólarhrings-móttöku og bílaleiga. 

AFÞREYING 

Einn helsti kostur hótelsins er fjarlægð frá ströndinni en tekur einungis nokkrar mínútur að tölta niður á mjúka ströndina frá hótelinu. Þar geta gestir eytt löngum dögum í slökun, sólböð eða fjör í sjónum. Þeir orkumeiri geta svo leigt hjól á hjólaleigu hótelsins og farið í lengri eða styttri hjólatúra. Hótelið er í göngufæri við fjörugt næturlíf Magaluf fyrir nátthrafnana. 

VEITINGASTAÐIR

Gestir geta valið milli þess að vera í hálfu fæði eða vera með allt innifalið. Veitingastaður er á hótelinu með fallegri sjávarsýn þar sem boðið er upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð í formi hlaðborðs. Á hótelinu er einnig fínn bar og snakkbar. 

STAÐSETNING 

Staðsetningin er einn stærsti kosturinn við þetta hótel, enda er það alveg við ströndina í Palmanova í göngufjarlægð við Magaluf þar sem gestir finna nóg af veitingastöðum, pöbbum og verslunum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL COMODORO

Útisundlaug

Hálft fæði/allt innifalið

Bar 

Veitingastaður

Alveg við ströndina

Svalir með sjávarsýn 

Gervihnattarsjónvarp 

Hárþurrka

Loftræsting/kynding

Ókeypis bílastæði

Hjólaleiga 

Gjaldeyrisskipti

Setustofa

Töskugeymsla

Skemmtidagskrá 

Öryggishólf

Bílaleiga 

Göngufæri við Magaluf

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

C/Cala Blanca, 9 Palmanova/Magaluf Mallorca Spain

Kort