Albufeira
 

AÐSTAÐA

Grande Real Santa Eulalia Resort & Spa Hotel er glæsilegt 5 stjörnu hótel og er staðsett við Santa Eulália ströndina sem er um 1 km frá miðbæ Albufeira, með ægifögru útsýni til sjávar. Þetta er nýlegt hótel og herbergin litrík og skemmtileg. Það er freistandi að njóta lífsins og láta fara vel um sig í heilsulindinni, Spa Thalasso.
Í sundlaugargarðinum eru fjórar útisundlaugar og þrjár barnalaugar. Þar eru auk þess þrír sundlaugarbarir og þrjú kaffihús og mjög stutt á ströndina.
Gegn gjaldi hafa gestir hótelsins aðgang að Spa Thalasso, glæsilegri 1.000 m2 heilsulind hótelsins þar sem hægt er að láta gera vel við sig. Einnig er til staðar heilsurækt, og tveir tennisvellir á gervigrasi.
Kylfingum býðst afsláttur á 8 golfvöllum í nágrenni hótelsins og standa til boða ókeypis ferðir á 7 golfvelli daglega.
Í næsta nágrenni við hótelið er hægt að stunda margskonar sjósport, t.d. sjóskíði, köfun, veiði og kanó.

Realito-krakkaklúbburinn býður upp á tónlist, leiki og skemmtun fyrir börn á ýmsum aldri. Á sumrin geta gestir slakað á á Le Club-diskótekinu.

 

GISTING 

Öll herbergi hótelsins eru litrík og nýtískulega innréttuð með svölum. Herbergin eru búin öllum helstu þægindum, loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, internettengingu og öryggishólfi (gegn gjaldi). Baðherbergi eru vel búin með baðkari og sturtu, snyrtispegli, síma og hárþurrku.

Hægt er að velja um gistingu í tveggja manna herbergjum eða í svítum.

 

VEITINGASTAÐIR

Tveir góðir veitingastaðir eru á hótelinu, annar með hlaðborð að morgni, í hádegi og að kvöldi til. Pérgula er á la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í réttum miðjarðarhafsins.

 

STAÐSETNING

Hótelið stendur við ströndina, um 1,5 km frá miðbæ Albufeira og standa gestum til boða ókeypis ferðir til og frá hótelinu. Hótelið er um 40 km frá flugvellinum í Faro.

 

AÐBÚNAÐUR

Dagleg þrif

Við ströndina

5 veitingastaðir og 3 sundlaugarbarir

Heilsulind með allri þjónustu

4 útilaugar

Næturklúbbur

Ókeypis barnaklúbbur

Ókeypis skutla

Úti tennisvöllur

Viðskiptamiðstöð

Ókeypis þráðlaust net og ókeypis bílastæði

Barnalaug

Leikvöllur á staðnum

Barnagæsla (aukagjald)

Barnaklúbbur (ókeypis)

Barnagæsla / barnaafþreying undir eftirliti (ókeypis)

Einkabaðherbergi

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

Santa Eulalia beach Albufeira Portugal

Kort