Enska ströndin

Corona Blanca er snyrtileg 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Við hliðina á hótelinu er kaffihúsið Café de Paris sem er mjög vinsælt meðal Íslendinga. Stór sundlaugargarður er við hótelið og einungis 400 metrar eru á ströndina. 

GISTING 

Hægt er að velja um íbúðir með einu svefnherbergi eða íbúðir með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn. Íbúðirnar eru nokkuð rúmgóðar, snyrtilegar og vel búnar. Þær eru með baðherbergi, eldhúskrók, sjónvarpi og svölum eða verönd. Hægt er að leigja öryggishólf og gervihnattarstöðvar fyrir sjónvarpið, gegn gjaldi. Útsýni frá svölum er misjafnt, sumar svalir snúa út í garð og aðrar ekki. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi í gestamóttöku. Íbúðirnar eru þrifnar 5x í viku og skipt um handklæði á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.  

AÐSTAÐA 

Stór garður með sundlaug og sérstakri barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu. Einnig er tennisvöllur á hótelinu. Á jarðhæð eru þvottavélar sem ganga fyrir klinki svo að auðvelt er að þvo af sér á meðan að á fríinu stendur. Hægt er að kaupa strandhandklæði fyrir 12 evrur.

VEITINGAR

Á Corona Blanca er ítalskur veitingastaður sem ber nafnið Rimini og hið fræga bistro ( kaffihús ) Café de Paris. Þessir veitingstaðir eru í rauninni ekki hluti af hótelinu en eru í sömu byggingu. 

STAÐSETNING 

Corona Blanca er mjög vel staðsett, nálægt öllum helstu verslunar- og þjónustustöðum t.d. Plaza MaspalomasKasbah og Metro. Aðeins 400 m eru á ströndina. Yumbo er í innan við 10 mínútna göngufæri.

AÐBÚNAÐUR Á CORONA BLANCA 

Íbúðir 

Baðherbergi 

Eldhúskrókur 

Svalir/verönd 

Öryggishólf (gegn gjaldi) 

Sundlaug 

Barnalaug 

Sólbekkir 

Veitingastaður 

Hjólaleiga

Nudd 

Tennisvöllur

Þráðlaust internet (gegn gjaldi) 

Þvottavél á jarðhæð fyrir alla farþega gegn gjaldi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 

Upplýsingar

Avenida de Tenerife 11, 35100 Playa del Inglés, Gran Canaria, Spánn

Kort