Costa Adeje

Guayarmina Princess hótelið er glæsilegt 4 stjörnu hótel, vel staðsett í Costa Adeje skammt frá hinum stórkostlegu ströndum Fanabe og Torviscas. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna, 16 ára og eldri. 

 

GISTING
 
Herbergi eru rúmgóð og með svalir eða verönd og loftkæld. Öryggishólf, kæliskápur/ minibar (hægt að fá áfyllingu gegn gjaldi) USB tengi, þráðlaust net - Wi-fi, 43 # sjónvarp og kaffi / te aðstaða.  Útsýni getur verð götusýn eða garðsýn. Baðherbergi eru með sturtu, snyrtispegil, hárþurrku og hreinlætisvörur. Gestir fá strandhandklæði við komu án gjalds og er þeim skipt út eftir 3 nætur. ( án gjalds).  Ath., hægt er að óska eftir herbergjum með hliðar sjávarsýn
 
 
VEITINGAR
 
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, Food Market sem er með hlaðborðsveitingar og The Roast sem er við verönd, þeir sérhæfa sig í kjötrétttum en forréttir, súpur og eftirréttir eru á hlaðborði. 
Barir: The Seabreeze Bar, opinn frá kl. 11.00 til kl. 17.00 er me snarl, ís, drykki, kaffi og kökur.  Bar 1988 opinn frá kl. 16.00 til kl. 23.00  með drykki og koktaila, Sunset Bar með drykki, kaffi, snarl og ís frá kl. 09.30 - 17.00 ( snarl frá 11.00 til kl. 16.00) Imagine Bar frá kl. 18.00 til kl. 01.00 og Bar 02 sundlaugarbarinn sem er opinn frá kl.11.00 til kl. 18.00 og þar er hægt fá drykki og ís.
 
 
AÐSTAÐA
 
Þrjár útisundlaugar, þar af ein upphituð,  sólbaðs aðstaða, sólbekkir, inni og úti hammocks. TV herbergi með sport rásis, og hægt er að geyma og hlaða scooters en af öryggisástæðum er ekki hægt að vera á scooter innan hótel svæðis. Þvottur/Laundry (aukagjald) Herbergisþjónusta - room service er opinn allan sólarhringinn.    Líkamsrækt, Yoga, Pilates, teygjur, bogfimi, vatnaleikfimi, borðtennis, Aerobics, Zumba og body jump. Vinsamlegast athugið að ofanskráð getur verið háð gjaldi.
 
 
VELLÍÐAN - PRINCESS SPA
 
Innisundlaug með fersku vatni ( 48 fm) með nuddstúta.  Meðferðir og nudd, tyrkneskt bað, sauna, inni og útinudd, Balineese bekkir, hammocks úti og inni, rakari, hand og fót meðferðir
Aukagjald er fyrir aðstöðu og meðferðir.
 
 
Í NÁGRENNI HÓTELS
 
Göngustígur Promenade er við hótelið niður á strönd þar sem finna má bari og veitingastaði.
Fanabe ströndin - 5 mín. ganga, Puerto Colon bátahöfnin, 14 mín ganga, El Duque ströndin 14 mín ganga, Siam garðurinn 26 min. ganga og Troya ströndin 26 mín. ganga.
 
 
 

 

 

 

Upplýsingar

C. Londres, 1, 38670 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort