Playa Blanca

Boutique Hotel H10 White Suites er glæsilegt 4 stjörnu hótel á Playa Blanca fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er staðsett í littlu fiskiþorpi, sunnarlega á eyjunni og í göngufæri við strendur og verslunargötu eyjunnar. White Suites er innréttað á nýtískulegan og nútímalegan hátt. Slökun og rólegheit eingöngu fyrir fullorðna.

 

Gisting:

Smekkleg herbergi vel búin helstu þægindum, m.a. sjónvarp, loftkæling, Wif-fi, minibar  og kaffivél. Baðherbergi hafa hárþurku, sloppa og inniskó. Öll herbergi hafa verönd eða svalir.

 

Aðstaða – Afþreying:

Gististaðurinn er með 2 útisundlaugar, úti-jacuzzi, snyrtistofu, sána, líkamsrækt og heilsulind sem bíður uppá fjölda meðferða(gegn gjaldi).  Hótelið bíður uppá Pilates æfingar, Tai Chi og aðra afþreyingu daglega.

 

Veitingar:

Hlaðborðsveitingastaður, Galeón Restaurant, með opnu eldhúsi er á H10 White Suites, hægt er að njóta máltiða á veröndinni. Á staðnum eru einnig 3 barir, þar á meðal bar við sundlaugarbakkann með balískum rúmum fyrir gesti og bar sem býður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og hádegisverð.

 

Staðsetning:

Veitingastaðir, kaffihús og barir eru í göngufæri frá hótelinu, einnig stutt á næstu strönd, Playa Dorada er í 350 m fjarlægð. 800 m frá aðal verslunargötu Playa Blanca og að lokum 35 km frá Lanzarote flugvelli.

 

Aðbúnaður:

Loftkæling

Sturta/baðkar

Hárþurrka

Sjónvarp

Útisundlaugar

Sólbaðsaðstaða

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Líkamsrækt

Frítt Wifi

Kaffihús

Veitingastaður

Örrygishólf

Kaffivél

Heilsulind

Upplýsingar

C/ Janubio, 1, Yaiza E-35580 - Playa Blanca - Lanzarote

Kort