Alicante

Abba Centrum Alicante er gott 4ra stjörnu hótel í Alicante, hótelið er í göngufæri frá ströndinni og smábátahöfninni. Hótelið er nýlega uppgert og í næsta nágrenni eru verslanir og er stutt í alla þjónustu. 

GISTING 

Herbergin eru öll nýlega uppgerð. Innréttuð í nýtískulegum stíl í ljósum litum. Standard herbergin eru 27 fermetrar með flatskjá, nettengingu, öryggishólfi og minibar og hárþurrku. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er veitingastaður og kaffitería, líkamsræktarstöð, sólbaðsaðstaða, tyrkneskt bað, bókasafn og fleira. Gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir(gegn gjaldi). Frítt internet er á hótelinu. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn Centrum. 

STAÐSETNING 

Abba Centrum er staðsett í Alicante borg og er í göngufæri frá ströndinni og smábátahöfninni. Hótelið er vel staðsett fyrir þá sem vilja versla og njóta alls þess sem Alicante borg hefur upp á að bjóða. 

AÐBÚNAÐUR Á ABBA CENTRUM ALICANTE 

Sólbaðsaðstaða

Verönd 

Gufubað

Líkamsrækt 

Nudd

Hamam - Tyrknest bað.

Bílastæði(gegn gjaldi) 

Lyfta 

Loftkæling 

Kynding 

Veitingastaður 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Pintor Lorenzo Casanova, 31 03003 Alicante

Kort