Lloret de Mar

Hótel Helios er fjögurra stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Lloret de Mar en þar eru meðal annars helstu skemmtistaðirnir og barir. Örstutt er á ströndina eða um 200 metrar. Fjöldi veitingastaða, verslanna og kaffihús eru í næsta nágrenni. Á hótelinu er ágætis sólbaðsaðstaða, fín sundlaug , bar og veitingastaður. Í gestamóttökunni er hraðbanki, setuaðstaða og tölvuhorn. Frítt Wi Fi á sameiginlegum svæðum hótelsins. Herbergin á Helios eru 228 og eru þau innréttuð í einföldum stíl. Á öllum herbergjum er loftkæling, öryggishólf, frítt Wi Fi, sjónvarp og sími. Hægt er að velja um hálft fæði eða fullt fæði. Frábær kostur fyrir þá sem vilja vera nálægt næturlífinu.

ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu. 

 

Upplýsingar

Avinguda Just Marlés Vilarrodona, 29 17310 Lloret de Mar, Gerona Ath: Greiða þarf gistiskatt 1 EUR á mann á dag beint til hótelsins

Kort