Meloneras

Maspalomas/Meloneras svæðið er þekkt fyrir sínar fallegu strendur og sérstæðu sandhóla. Hér er rólegt andrúmsloft og tilvalið að taka göngu um ströndina, fá sér drykk og horfa yfir hafið, lifa og njóta.

Lopesan Villa del Conde er frábært 5 stjörnu lúxushótel með vel útbúnum herbergjum og svítum á góðum stað rétt við ströndina á Meloneras. Glæsileg gestamóttaka hótelsins líkist helst kirkju með tveimur turnum, klukkuturni og hvelfingu en hótelið minnir á fallegt þorp, með torgi, veitingastöðum, kaffihúsi og verslunum. 

GISTING

Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Þar er að finna öll helstu þægindi til þess að gera dvölina sem notalegasta, líkt og gervihnattasjónvarp, mini-bar, fatahengi, öryggishólf, straujárn. Öll herbergi eru loftkæld með svölum eða verönd með stólum. Glæsileg baðherbergi með bæði sturtu og baðkari, hárþurrku og baðslopp.

AÐSTAÐA

Við hótelið er glæsilegur og gróðursæll garður með bar og góðum sundlaugum. Sundlaugarnar eru fimm, þrjár upphitaðar, ein barnalaug og gerviströnd. Auk þess eru þrír nuddpottar í sundlaugargarðinum. Í heilsulindinni SPA eru í boði (gegn gjaldi) fjölbreyttar vellíðunar- og snyrtimeðferðir fyrir þá sem vilja láta dekra við sig. Meðal þess sem er í boði er nudd, fjölbreyttar vatnsmeðferðir, gufuböð og andlitsböð. Góð þjónusta og móttakan opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er einnig snyrtistofa og hárgreiðslustofa. 

AFÞREYING

Dagleg skemmtidagskrá, líkamsrækt, tölvuver (gegn gjaldi) keilusalur, tennisvöllur (gegn gjaldi), borðtennis og leiktækjasalur. Í næsta nágrenni eru golfvellirnir Meloneras Golf (500 m) og Maspalomas Golf (3 km).

VEITINGAR

Hægt að velja um hálft fæði eða morgunverð. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir með hlaðborð og þrír à la carte staðir; Ovo Restaurant Club sérhæfir sig í réttum Miðjarðarhafsins, Alpendre er með grillrétti og salat-hlaðborð og á Italiano El Patio er mikið lagt upp úr fersku pasta. Víðs vegar um hótelið eru fjórir barir, m.a. einn með litlu diskóteki og bjórbar. Við sundlaugina eru tveir barir þar sem hægt er að fá snarl og létta rétti.

FYRIR BÖRNIN

Barnaklúbbur með dagskrá fyrir 4-12 ára börn og sérstök barnalaug.

STAÐSETNING

Á skemmtilegum stað á Meloneras, um 300 m frá ströndinni. Um 2 km eru í vatnagarð, 500 m í sandöldurnar í Maspalomas og 400 m í vitann Faro de Maspalomas. Meloneras er um 6 km frá Ensku ströndinni, um hálftíma akstur eða 40 km, frá flugvellinum.

AÐBÚNAÐUR Á LOPESAN VILLA DEL CONDE

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Útisundlaug 

Barnalaug 

Krakkaklúbbur

Leikvöllur 

Mini-diskó

Skemmtikraftar

Þráðlaust internet(gegn gjaldi) 

Líkamsrækt 

Heilsulind

Sólarhringsmóttaka 

Bílastæði

Næturvörður 

Setustofa

Gjaldeyrisskipti

Hárgreiðslustofa

Snyrtistofa

Hlaðborðsveitingastaðir

à la carte veitingastaðir 

Kaffihús 

Bar 

Sundlaugabar 

Tvíbýli/Svítur 

Baðherbergi með sturtu og baðkari

Svalir/verönd

Sjónvarp

Mini-bar

Straujárn 

Loftkæling

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Mar Mediterraneo 7, 35100 Meloneras, Gran Canaria

Kort