Meloneras
Lopesan Costa Meloneras hið glæsilega 5 stjörnu hótel við sjávarsíðuna á Meloneras svæðinu sem hefur verið frábærlega endurhannað bæði herbergi og almenn aðstaða  á árinu 2021    
Aðkoman að hótelinu er glæsileg, gosbrunnar og pálmatré. Þetta hótel er sérstaklega hentugt fyrir þá ferðalanga sem vilja slaka vel á í fallegu umhverfi og njóta þess besta sem í boði er.
 
GISTING
 
Endurhönnun á herbergjum er einkar falleg, boðið er upp á standard tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og hægt að óska eftir Unique Club herbergjum með aðgang að einkalaug eða beinan aðgang að sundlaug. 
Einnig er hægt að óska eftir samtengdum herbergjum. Öll eru herbergin búin nútíma þægindum, t.d. loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, smábar, þráðlausri internettengingu, öryggishólfi og síma. 
Stórar svalir eða verönd með húsgögnum. Baðherbergin eru marmara klædd með sturtu og baðkari, baðslopp, hárþurrku og hreinlætisvörum.   
 
VEITINGAR

 

Þrír frábærir a la carte veitingastaðir eru á hótelinu ásamt Alamada Buffet restaurant  sem er með 13 matarstöðvum með ýmsum staðbundnum og alþjóðlegum réttum.  

Nokkrir skemmtilegir barir eru á hótelinu, þar á meðal, Ladón bar, með heilsu og vegan rétti, Laguna bar, Arena bar með snarl og drykki og Solarium Bar með drykki og Tapas rétti.

 

AÐSTAÐA

Við hótelið er glæsilegur og gróðursæll garður með bar og góðum sundlaugum. Í sundlaugargarðinum eru nokkrar sundlaugar; þrjár upphitaðar og ein barnalaug og nuddpotta. Í heilsulindinni "The OM Spa Costa Meloneras"  eru í boði (gegn gjaldi) fjölbreyttar vellíðunar- og snyrtimeðferðir fyrir þá sem vilja láta dekra við sig.  Unique Club er upplifunar aðstaða sem býður upp á m.a. einkasvæði með sundlaug, bar, sólbaðsaðstöðu og morgunverð í La Toscana Restaurant.

AFÞREYING

Dagleg skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, líkamsrækt, tölvuver (gegn gjaldi), keilusalur, tennisvöllur (gegn gjaldi), mini-golf og leiktækjasalur og Gran Casino Costa Meloneras sem er opinn allt árið, þar er að spila blackjack, poker og roulette. 

FYRIR BÖRNIN

Barnaklúbbur með dagskrá fyrir 4-12 ára börn og sérstök barnalaug. Á kvöldin er svo hið fræga mini-diskó sem hefur skemmt fjölmörgu smáfólki í gegnum árin. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett við sjávarsíðuna, með einkastrandsvæði næst Boulevard El Faro göngustígnum og aðeins fáeina metra frá Dunas þjóðgarðinum (Dunas de Maspalomas Nature Reserve) 

AÐBÚNAÐUR Á LOPESAN COSTA MELONERAS 

Útisundlaugar 

Barnalaug 

Gerviströnd

Sólbekkir 

Sundlaugabar 

Tennisvöllur 

Stutt í golfvöll

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Gufubað

Nuddpottur 

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Hlaðborðsveitingastaður 

Veitingastaðir à la carte

Snarlbarir 

Sundlaugabar 

Þráðlaust internet (gegn gjaldi)

Sólarhringsmóttaka

Þvottahús 

Þrif 

Snyrtistofa 

Hárgreiðslustofa

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Mar Mediterráneo, 7, 35100 Maspalomas, Las Palmas, Spánn

Kort