Calpe

Íbúðagisting sem opnað var sumarið 2006. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Hótelið er staðsett í u.þ.b. 200 metra fjarlægð frá ströndinni í Calpe.

Íbúðirnar eru vel búnar, loftkældar með sjónvarpi, síma, þvottavél og vel útbúnu eldhúsi. Skipt er um handklæði og á rúmum á 8 daga fresti. Íbúirnar eru staðsettar við hlið Hotel Diamante Beach og geta hótelgestir notað alla þjónustu þar eins og heilsurækt, kaffihús, bari og veitingahús.

Íbúðir með einu svefnherbergi rúma 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn.  Íbúðir með tveimur svefnherbergjum rúma allt að 5 fullorðna og eða 4 fullorðna og 2 börn.

Gestir þurfa að greiða 100 evru tryggingagjald sem fæst endurgreitt við brottför.

Upplýsingar

Tossa De La Cometa, Calpe, 03710 Spain

Kort