Agii Apostoloi

Helios Apartments er huggulegt 3ja stjörnu íbúðahótel með fallegum og rúmgóðum íbúðum. Staðsett í skemmtilegu en rólegu umhverfi í Agioi Apostoli.

Úrval veitingastaða, matvöruverslana og smáverslana eru í næsta nágrenni.

 
AÐSTAÐA

Góður garður með sundlaug, barnalaug og sólbekkjum við laugina.

Góð aðstaða fyrir börn, þægileg þjónusta, stutt í verslanir og á veitingastaði.

 

Herbergi

Falleg stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi og stofu Hægt er að fá loftkælingu gegn aukagjaldi.  Baðherbergi með sturtu, eldhúskróki með ískáp/frysti  og eldunarplötu (ekki ofn),

sjónvarp, sími, kaffivél og svalir sem snúa að sundlaugargarði. Wi-fi er á hótelinu en getur verið mjög hægt á álagstímum.  Ein íbúð snýr að götu.

Þrif 6 daga vikunnar, skipt er á rúmfötum 1 sinnum í viku og handklæðum 2svar í viku. Hægt að biðja um ungbarnarúm (án gjalds)

Ef gestir vilja öryggishólf þarf að greiða þarf 15 evrur á viku. 

 

Athuga umhverfisskatt þarf að greiða hóteli við komu:  3 evrur pr. gistinótt/pr herbergi.

Upplýsingar

Ag. Apostoli Chania Crete

Kort