Gott 4 stjörnu hótel staðsett nálægt verslunar og göngugötunni Strip de Albufeira. Glæsileg aðstaða á hótelinu, m.a., úti- og innisundlaug, heilsurækt, spilasalur, bar, veitingastaður. Hægt er að komast á internet í gestamóttöku gegn gjaldi. Nýtískulegt hótel með góðri sólbaðsaðstöðu.
Vistarverur
Í boði eru íbúðir með einu eða tveimur herbergjum. Þær sem með einu svefnherbergi rúma allt að 4 og íbúðir með tveimur svefnherbergjum taka hámark 6 í íbúð.
Rúmgóðar íbúðir með loftkælingu, uppþvottavél og örbylgjuofni, málaðar í ljósum litum, nýtískulega hannaðar. Allar íbúðir með verönd eða svölum. Íbúðirnar snúa ýmist út í garð eða útá götu. Vinsamlegast athugið að frá 1. janúar 2008 eru reykingar bannaðar á hótelinu.
Upplýsingar
R. Mouzinho del Albuquerque Montechero
Kort