Benidorm

Cabana Hotel er fínt 3ja stjörnu hótel í Benidorm. Það er staðsett nálægt hinni frægu Poniente strönd. Á hótelinu er sundlaug og yfir sumarmánuðina er dagskrá fyrir börn í garðinum. 

GISTING 

Herbergin eru snyrtileg tvíbýli með baðherbergi, baðkari, svölum eða verönd og sjónvarpi. Herbergi eru loftkæld. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er útisundlaug fyrir börn og fullorðna þar sem öll fjölskyldan getur svamlað um í hitanum. Á sundlaugarbakkanum er bar þar sem gestir geta kælt sig niður og fengið sér létt snarl. Inni er setustofa með sjónvarpi. Hægt er að leigja bíl á hótelinu og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. 

VEITINGAR

Á Cabana Hotel er veitingastaður með hlaðborð og kaffitería með kaffi og kökur. 

FYRIR BÖRNIN 

Yfir sumarmánuðina er dagskrá í garðinum fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett stutt frá Poniente strönd.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CABANA 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Tvíbýli 

Barnadagskrá(árstíðarbundin) 

Hlaðborðsveitingastaður 

Sólarhringsmóttaka

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle perú, 33, Benidorm, Alicante, Spain

Kort