Maspalomas

Hótel Faro er glæsilegt 5 stjörnu hótel, staðsett á Meloneras við hliðina á vitanum Faro de Maspalomas. Hótelið var allt endurnýjað árið 2019-2020 opnar eftir breytingar í mars-júní 2020. Hótelið stendur alveg við sjóinn og er hægt að ganga beint út úr hótelgarðinum á ströndina. Fjöldi veitingastaða, verslana og kaffihúsa eru í næsta nágrenni við hótelið. Á hótelinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Við mælum með þessu hóteli fyrir fullorðna.

GISTING 

Herbergin eru góð og ríkulega búin með hjónarúmi, gervihnattasjónvarpi, loftkælingu, síma, minibar (aukagjald)  baðherbergi með hárþurrku, öryggishólfi (gegn auka gjaldi) og  Nespresso kaffivél. Sloppar fylgja öllum herbergjum. Svalir eða verönd með húsgögnum. Gestir sem kjósa svo, geta fengið herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er góður garður með sundlaug og fínni sólbaðsaðstöðu. Einnig er sundlaug á þaki hótelsins ásamt sólbaðsaðstöðu. Gestir geta fengið handklæði fyrir garðinn þeim að kostnaðarlausu. Heilsurækt og líkamsræktaraðstaða er á hótelinu. Á þaki hótelsins má finna rooftop chill-out stað þar sem gestir geta slakað á og fengið sér smá hressingu eða stungið sér til sunds í þaklauginni. Gestir hótelsins fá afslátt á helstu golfvelli í nágrenninu. 

AFÞREYING

Hótelið býður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá öll kvöld vikunnar. Hægt er að komast í tölvu með nettengingu í gestamóttöku hótelsins. Gestir geta tekið á því í líkamsrækt hótelsins eða nýtt sér aþreyingu í kringum hótelið eins og t.d. brimbretti, tennis, köfun eða hestbak. Einnig eru tveir frábærir golfvellir staðsettir í nágrenninu.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn Panorama sem er huggulegur veitingstaður við sundlaugina með fallegu útsýni. Þar er einnig hlaðborðsveitingastaðurinn Tamorina og nokkir barir. Gestir velja um morgunverð eða vera í hálfu fæði. Í hálfu fæði fá gestir morgunverð og kvöldverð á hlaðborðsstað hótelsins. 

STAÐSETNING

Frábær staðsetning við hliðin á hinum fræga Maspalomas vita Faro de Maspalomas. Hægt er að ganga beint úr hótelgarðinum á ströndina. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL IFA FARO

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Panoramarestaurant 

Bar 

Skemmtidagskrá 

Svalir 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Sloppur

Loftræsting 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Plaza de Colón Maspalomas Gran Canaria

Kort