Maspalomas

Hotel Faro, Lobesan Collection hotel, er 5 stjörnu hótel staðsett við sjávarsíðuna og við hliðina á  Faro de Maspalomas vitanum. Hótelið er allt nýuppgert á glæsilegan hátt og meðal nýjunga er The Blue Marlin Sky Lounge Gran Canaria sem er á þaki hótelsins, töfrandi svæði sem býður upp á  Chill-out svæði, sundlaugar og Balinese sólbekki, frábært til að njóta sólar og sólseturs. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 
GISTING
 
Herbergin eru nútímaleg og hlýleg og hönnuð til að tryggja vellíðan gesta, öll með svölum.  Deluxe tveggja manna herbergin eru staðsett á fyrstu þrem hæðum hótelsins og hafa greiðan aðgang að sameiginlegum svæðum, svo sem veitingastöðum, aðal sundlauginni  og The Blue Marlin Sky Lounge. Herbergin eru um 35 fm að stærð, með loftkælingu, 32" sjónvarp, síma, Minibar (aukagjald), öryggishólf  og Nespresso vél. Baðherbergið er með sturtu, baðsloppa, snyrtivörur, stækkunarspegil og hárþurrku. Í boði er að bóka deluxe herbergi með sjávarsýn og superior deluxe herbergi með hliðar sjávarsýn. Wifi er á öllum herbergjum.
 
VEITINGAR
 
Ocean Buffet er hlaðborð veitingastaður fyrir þá gesti sem velja að vera í  morgunverð eða í hálfu fæði. The  Blue Marlin Ibiza Sky Lounge staðsettur á þaki ( rooftop bar)  og Palocortado Restaurant sem er staðsettur á fyrstu hæð og býður upp á staðbundna og alþjóðlega rétti með spænsku ívafi. Bar er við sundlaugar og í setustofu.
 
AÐSTAÐA / AFÞREYING

Á hótelinu er þrjár sundlaugar þar af tvær sem eru á þakinu/Rooftop, allar með góða sólbaðsaðstöðu. Gestir geta fengið handklæði fyrir garðinn þeim að kostnaðarlausu. Á hótelinu er góð líkamsræktar aðstaða og lítil verslun er á hótelinu.  Á kvöldin er tónlist og dans. Eftir dag á ströndinni eða eftir skoðunarferð um eyjuna er tilvalið að fara í skemmtilega gönguferð meðfram Lopesan Boulevard El. Faro, þar sem finna má glæsilegar verslanir, veitingastaði, kaffihús og bari.

 

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaugar 

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Palocortado Restaurant, á la carte

The Blue Marlin Ibiza Sky Lounge

Barir

Skemmtidagskrá 

Svalir 

Baðherbergi

Baðloppar

Snyrtivörur

Öryggishólf

Minibar

Sjónvarp 

Sloppur

Loftræsting 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Plaza de Colón Maspalomas Gran Canaria

Kort