Golf del Sur

Hótel Aguamarina er góð 4 stjörnu hótelgisting, staðsett á syðsta hluta Tenerife í bænum Golf del sur. Hótelið er staðsett alveg við sjávarsíðuna og Amarillo höfnina. Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin en leigja þarf öryggishólf og ísskáp gegn gjaldi.

 
Fínn sundlaugagarður er við hótelið og einnig tennisvöllur, pool borð, líkamsrækt og barir.
 
Við hótelið er þónokkurt úrval veitingastaða og kaffihúsa en San Blas hverfið er svo í um 10 mínútna gangi frá hótelinu, en þar er að finna verslanir og frábæra veitingastaði. 
 
Næsti bær við er svo Los Abrigos, sem er þekktur fyrir skemmtilegt svæði við höfnina og státar af einum bestu veitingstöðum eyjunnar, en hægt er að ganga meðfram sjávarsíðunni út að þeim bæ.
 
Í Golf del sur er svo að finna 2 glæsilega golfvell og getur hótelið séð um að panta rástíma fyrir gesti Aguamarina Golf Hotel.
 
Playa de las Americas er svo í um 20-30 mínútna strætóferð frá Golf del sur en einnig er hægt að taka leigubíl þangað og tekur þá ferðin aðeins um 15 mínútur.
 
ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avenida del Atlántico, 11 San Miguel de Abona. 38620 Tenerife, España - Spain

Kort